Þjóðmál - 01.06.2011, Page 25

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 25
 Þjóðmál SUmAR 2011 23 Samfylkingin fékk aðeins 26,8 prósent fylgi í þingkosningunum árið 1999 og voru það gífurleg vonbrigði . Sameining Al­ þýðu bandalags, Alþýðuflokks og Kvenna­ lista átti að leiða til mikilla breytinga í ís­ lenskum stjórn málum, sambærilegum þeim sem urðu við sigur R­listans í höfuðborginni 1994 þegar áratuga löngu valdaskeiði Sjálf­ stæðisflokksins var hnekkt . Vonbrigðin vegna niður stöðunnar nístu inn að beini . Miklu hafði verið kostað til, flokkar með langa og merka sögu voru komnir á ösku­ haugana, forystumenn féllu útbyrðis og klofnings draugur vinstrimanna gekk aftur með stofnun Vinstri grænna . Undir þessum kringumstæðum var hætta á borgarastyrjöld innan Samfylkingarinnar ef flokkurinn hefði tekið sjálfan sig til endurmats að loknum kosningum sumarið 1999 . Traust á milli manna risti grunnt, enda höfðu þeir þar til fyrir skemmstu skipst í þrjá flokka og átt í langvarandi átökum . Ein faldara og sársaukaminna var að kenna Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og for­ manni Sjálfstæðisflokksins, um kosninga­ ósig ur inn . Í samfylkingarkreðsum var sögunum um of ríki Davíðs haldið á lofti og völd hans ýkt úr hófi til að ríma við kenninguna um að hann bæri höfuðábyrgð á niður­ lægingu Samfylkingarinnar . Rauður þráð­ ur í samsæriskenningunni var að Davíð hefði hamast á Samfylkingunni í kosn­ inga baráttunni en látið vel að Vinstri græn um . Samkvæmt fyrirætlun Sam fylk ­ ingar foringjanna áttu Vinstri græn að vera jaðarflokkur með fimm prósent fylgi . Stein­ grímur J . og Ögmundur náðu 9,1 prósent fylgi og festu þar með tvíveldi vinstri manna í sessi en leikurinn var ekki til þess gerður af hálfu forkólfa Samfylkingar . Minnst af umræðunni kom upp á yfir­ borðið í blaðagreinum eða umræðum á opn­ um fundum . Orðræðan um tapið í kosn ­ ingunum var sjálfhverft hópefli . Grýlan, sem hélt flokknum saman, var formaður Sjálf stæðis flokksins . Skortur á sjálfsgagnrýni og stöðu mati að loknum kosningum leiddi flokk inn úr einu klúðrinu í annað . Málefnin, sem Samfylkingin bar fyrir brjósti, voru í orði kveðnu í ætt við sígild sjónar mið vinstrimanna, m .a . um vernd al mennings gegn ofríki voldugra viðskipta­ jöfra . Þau sjónarmið voru þó fljót að gleym­ ast þegar í boði var málafylgja í opin berri umræðu sem munaði um, til dæmis eins og eitt fjölmiðlaveldi . Össur Skarphéðinsson var málshefjandi í utan dagskrárumræðu á alþingi í janúar 2002 . Formaður Samfylkingarinnar gagn­ rýndi harkalega yfirþyrmandi stöðu Baugs á matvörumarkaðnum . „Stóru keðj urnar hafa í skjóli einokunar keyrt upp matar verð . Hreðjatak þeirra á markaðnum hefur kallað

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.