Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 26
24 Þjóðmál SUmAR 2011
fáheyrða dýrtíð yfir neytendur,“ sagði Össur
og bætti við, „það skoðun okkar í Sam
fylkingunni að Samkeppnisstofnun eigi að fá í
hendur þau tæki sem hún þarf til þess að skipa
fyrir um breytingar, þar á meðal að skipta upp
slíkum einokunarrisum ef hún telur þess þörf
til þess að vernda hagsmuni neytenda .“
Í fyrsta svari sínu til Össurar fór Davíð
Odds son forsætisráðherra almennum orð
um um efnahagsástandið og taldi það horfa
til betri vegar þrátt fyrir verðbólguskot .
Össur fór öðru sinni í ræðustól og brýndi
forsætis ráðherra . Davíð svaraði með þeim
orðum að „[a]uðvitað á að fylgja því eftir
að stórir aðilar séu ekki að misnota aðstöðu
sína . Auðvitað er 60% eignaraðild í mat væla
fyrirtækjum, verslunarfyrirtækjum í mat
vælaiðnaði, allt of há hlutdeild . Auðvitað er
það ugg vænlegt og sérstaklega þegar menn
hafa á tilfinningunni að menn beiti ekki því
mikla valdi sem þeir hafa þar af skynsemi .
Auðvitað hlýtur að koma til greina af hálfu
ríkisins og Alþingis að skipta upp slíkum
eign um ef þær eru misnotaðar .“
Upphaf bandalags Baugs og Samfylking ar innar má rekja til utandag skrár
um ræð unnar á alþingi 22 . janúar 2002 .
Þrír af fjórum aðalleikendum Baugsmála
voru komnir í hlutverk sín . Einn átti eftir
að svíkjast um og annar var ekki mættur
á sviðið . Forsætisráðherra talaði fyrir al
manna hagsmunum, Baugur var í hlut verki
græðgis vædda risans og Össur Sam fylk ing
ar formaður fann sig í rullunni sem svika
mörð ur inn er hleypir af stað atburðarás
undir heiðarlegum formerkjum en söðlar
um þegar hann fær tilboð um völd og fé . Sá
fjórði, vinstrimaðurinn og fyrrverandi for
maður Alþýðubandalagsins, forseti lýð veld
is ins, Ólafur Ragnar Grímsson, var ekki
mættur á sviðið .
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs,
tók gagnrýninni illa og gremja hans beind
ist að forsætisráðherra en ekki máls hefjanda .
Baugur var orðinn stórveldi á mat vöru mark
aðnum, með yfir helming af veltunni, og í
óða önn að koma ár sinni fyrir borð á öðrum
sviðum, fjölmiðlum þar á meðal . Hreinn
Loftsson, stjórnarformaður Baugs, var send
ur á fund Davíðs . Hreinn var aðstoðar mað ur
Davíðs áður en hann hóf störf hjá Baugi . Þeir
hittust í London og áttu þar tveggja manna
tal sem nokkru síðar varð tilefni sprengju
forsíðu Fréttablaðsins .
Sumarið 2002 gerði Jón Ásgeir Jó hannes
son, aðaleigandi Baugs, tvo menn út af örk
inni, Gunnar Smára Egilsson og Ragnar
Tómas son lögfræðing, til að stofa útgáfu
félagið Frétt ehf . Nýstofnað útgáfu félagið
keypti Fréttablaðið sem hefði orðið gjald
þrota hjá fyrri eigendum . Gunnar Smári var
gerður að ritstjóra . Hvergi kom fram að Jón
Ásgeir ætti hlut í út gáfu félaginu . Jón Ásgeir
var forstjóri og síðar stjórn arformaður Baugs
sem var almenn ings hlutafélag á þessum tíma,
m .a . í eigu líf eyrissjóða .
Eftir að Frétt ehf . tók við útgáfu Frétta
blaðs ins beindi Jón Ásgeir auglýsingum
Bónus, Hagkaupa og annarra verslana í
eigu Baugs til blaðsins . Almenningshluta
félagið Baugur var látið borga einkafjár
festingu Jóns Ásgeirs . Haustið 2003 keypti
útgáfu félag Fréttablaðsins bú DV sem hafði
verið tekið til gjaldþrotaskipta . Í nóvember
sama ár gekk Jón Ásgeir frá samningum við
Jón Ólafsson, kenndan við Skífuna, um að
kaupa eignir hans á Íslandi, þar með talið
ráðandi hlut í Norðurljósum sem rak m .a .
Stöð 2 og Bylgjuna .
Þegar kom að kosningum vorið 2003 fór Samfylkingin ekki í framboð til að
fá umboð frá kjósendum til að fara með
landsstjórnina heldur fór hún í framboð gegn
Davíð Odds syni . Borgarnesræða Ingibjargar
Sól rúnar Gísladóttur 9 . febrúar skilgreindi
kosn ingabaráttuna . Ingibjörg Sólrún var for