Þjóðmál - 01.06.2011, Side 28

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 28
26 Þjóðmál SUmAR 2011 sætisráðherraefni Samfylkingarinnar, eft ir að framsóknarmenn og vinstri grænir bol uðu henni úr stól borgarstjóra þegar hún ákvað með skömmum fyrirvara að taka sæti á lista Samfylkingarinnar . Össur formaður varð að gefa sviðið eftir til svilkonu sinnar og má nærri geta hvort honum hafi verið það ljúft . Í Borgarnesræðunni líkti Ingibjörg Sól rún stöðu Samfylkingarinnar við Kvennalist­ ann 1983 og Reykjavíkurlistann 1994 . „Og núna liggur eitthvað í loftinu og það er okkar verkefni í Samfylkingunni að breyta því úr óræðum væntingum í orð og at hafnir,“ sagði hún en tókst ekki að fylgja eftir ætlun sinni um að túlka nýja framtíðar­ sýn félagshyggjufólks . Flokkshugsunin var henni of töm, minningin um tapið 1999 of sár . Þjóðfélagsgreiningin, sem for sætis ráð­ herra efni Samfylkingarinnar lagði upp, var endur ómur af þráhyggju flokksins gagn vart Davíð Oddssyni . „Finnst [fólki] nóg komið af afskiptum stjórnarráðsins af fyrir t ækjum og fjármálastofnunum lands manna?“ spurði oddviti breiðfylkingar vinstri­ manna, líkt og það væri brýnt viðfangs efni félagshyggjuflokks að bera blak af kaup­ sýslumönnum og bönkum . Meðal jafn aðar­ manna á Norðurlöndum þættu það tíð indi að vinstriflokkur gengi erinda auð manna gagnvart almannavaldinu . Sérstakt faðmlag frá Ingibjörgu Sólrúnu fengu þrjú fyrirtæki: Kaupþing, Norðurljós, sem þá var í eigu Jóns Ólafssonar, og Baug­ ur . Ástæðan fyrir dálætinu var að Dav íð hafði gagnrýnt þessi fyrirtæki . Norð ur ljós og Baugur sættu á þessum tíma opinberri rannsókn og Ingibjörg Sólrún dró í efa að málefnalegar ástæður lægju að baki . Bæði þá og síðar fer Ingibjörg Sólrún býsna nálægt því að segja embættismenn lögreglu­ og skattayfirvalda spillta, þeir vinni ekki rannsóknir faglega og með rökstuddan grun að leiðarljósi heldur láti Davíð Oddsson segja sér fyrir verkum . Forstjóri Baugs ákvað að leggja mál þannig upp að forsætisráðherra stæði á bak við húsrannsóknina hjá Baugi síð sum­ ars 2002 í kjölfar kæru Jóns Geralds Sull­ en berger sem hafði verið í viðskipum við Baug . Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar féll eins og flís við rass að hagsmunum Baugs og hugarástandi forstjórans . Jóni Ásgeiri fannst óhugsandi að lögreglan tæki Baug til rann sóknar án beinna fyrirskipana frá for ­ sæt is ráðherra . Í bók sinni birtir Björn nokk­ ur dæmi um hvernig Jón Ásgeir virðist hafa sannfært sjálfan sig um að Davíð Oddsson hefði Baug að skotmarki . Erlendur lög fræð­ ing ur, Deidre Lo, í þjónustu Jón Ásgeirs, hitti lík lega naglann á höfuðið með þeim orðum í blaða viðtali að til að skilja Baugs málið yrði mað ur að skilja „hugarfar Jóns Ásgeirs“ (bls . 131) . Veturinn 2003 varð til áætlun hjá Jóni Ás­ geiri og Gunnari Smára Egilssyni rit stjóra um að binda enda á pólitískan feril Davíðs en þingkosningar voru þá um vorið . Fyrir kosningar eru stjórnmálamenn hvað veikastir fyrir . Ef tekst að draga trú verðug leika og heilindi stjórnmálamanns í efa skömmu fyrir kosningar stendur hann höllum fæti . Í hita kosningabaráttunnar er snúið að vinda ofan af rangfærslum og blekk ingum sem öflugur fjölmiðill heldur á lofti . Þann 1 . mars 2003 birtist fjögurra dálka forsíðufyrirsögn í Fréttablaðinu: „Óttuð ust afskipti forsætisráðherra .“ Reynir Trausta­ son blaðamaður var skráður fyrir fréttinni . Í opnufrétt inni í blaðinu er sagt að Dav íð Oddsson hafi vitað um Jón Gerald Sullen­ berger áður en hann kærði Baug og gefið til kynna að Davíð hafi staðið á bak við aðför yfirvalda að fyrirtækinu . Tölvupóstar á milli yfirmanna Baugs og ljósrit úr fundar­ gerðum birtust á síðum Fréttablaðsins til að renna stoðum undir fréttina . Fundur Hreins Loftssonar og Davíðs í London árið áður var kallaður „leynifundur“ til að blása

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.