Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 28

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 28
26 Þjóðmál SUmAR 2011 sætisráðherraefni Samfylkingarinnar, eft ir að framsóknarmenn og vinstri grænir bol uðu henni úr stól borgarstjóra þegar hún ákvað með skömmum fyrirvara að taka sæti á lista Samfylkingarinnar . Össur formaður varð að gefa sviðið eftir til svilkonu sinnar og má nærri geta hvort honum hafi verið það ljúft . Í Borgarnesræðunni líkti Ingibjörg Sól rún stöðu Samfylkingarinnar við Kvennalist­ ann 1983 og Reykjavíkurlistann 1994 . „Og núna liggur eitthvað í loftinu og það er okkar verkefni í Samfylkingunni að breyta því úr óræðum væntingum í orð og at hafnir,“ sagði hún en tókst ekki að fylgja eftir ætlun sinni um að túlka nýja framtíðar­ sýn félagshyggjufólks . Flokkshugsunin var henni of töm, minningin um tapið 1999 of sár . Þjóðfélagsgreiningin, sem for sætis ráð­ herra efni Samfylkingarinnar lagði upp, var endur ómur af þráhyggju flokksins gagn vart Davíð Oddssyni . „Finnst [fólki] nóg komið af afskiptum stjórnarráðsins af fyrir t ækjum og fjármálastofnunum lands manna?“ spurði oddviti breiðfylkingar vinstri­ manna, líkt og það væri brýnt viðfangs efni félagshyggjuflokks að bera blak af kaup­ sýslumönnum og bönkum . Meðal jafn aðar­ manna á Norðurlöndum þættu það tíð indi að vinstriflokkur gengi erinda auð manna gagnvart almannavaldinu . Sérstakt faðmlag frá Ingibjörgu Sólrúnu fengu þrjú fyrirtæki: Kaupþing, Norðurljós, sem þá var í eigu Jóns Ólafssonar, og Baug­ ur . Ástæðan fyrir dálætinu var að Dav íð hafði gagnrýnt þessi fyrirtæki . Norð ur ljós og Baugur sættu á þessum tíma opinberri rannsókn og Ingibjörg Sólrún dró í efa að málefnalegar ástæður lægju að baki . Bæði þá og síðar fer Ingibjörg Sólrún býsna nálægt því að segja embættismenn lögreglu­ og skattayfirvalda spillta, þeir vinni ekki rannsóknir faglega og með rökstuddan grun að leiðarljósi heldur láti Davíð Oddsson segja sér fyrir verkum . Forstjóri Baugs ákvað að leggja mál þannig upp að forsætisráðherra stæði á bak við húsrannsóknina hjá Baugi síð sum­ ars 2002 í kjölfar kæru Jóns Geralds Sull­ en berger sem hafði verið í viðskipum við Baug . Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar féll eins og flís við rass að hagsmunum Baugs og hugarástandi forstjórans . Jóni Ásgeiri fannst óhugsandi að lögreglan tæki Baug til rann sóknar án beinna fyrirskipana frá for ­ sæt is ráðherra . Í bók sinni birtir Björn nokk­ ur dæmi um hvernig Jón Ásgeir virðist hafa sannfært sjálfan sig um að Davíð Oddsson hefði Baug að skotmarki . Erlendur lög fræð­ ing ur, Deidre Lo, í þjónustu Jón Ásgeirs, hitti lík lega naglann á höfuðið með þeim orðum í blaða viðtali að til að skilja Baugs málið yrði mað ur að skilja „hugarfar Jóns Ásgeirs“ (bls . 131) . Veturinn 2003 varð til áætlun hjá Jóni Ás­ geiri og Gunnari Smára Egilssyni rit stjóra um að binda enda á pólitískan feril Davíðs en þingkosningar voru þá um vorið . Fyrir kosningar eru stjórnmálamenn hvað veikastir fyrir . Ef tekst að draga trú verðug leika og heilindi stjórnmálamanns í efa skömmu fyrir kosningar stendur hann höllum fæti . Í hita kosningabaráttunnar er snúið að vinda ofan af rangfærslum og blekk ingum sem öflugur fjölmiðill heldur á lofti . Þann 1 . mars 2003 birtist fjögurra dálka forsíðufyrirsögn í Fréttablaðinu: „Óttuð ust afskipti forsætisráðherra .“ Reynir Trausta­ son blaðamaður var skráður fyrir fréttinni . Í opnufrétt inni í blaðinu er sagt að Dav íð Oddsson hafi vitað um Jón Gerald Sullen­ berger áður en hann kærði Baug og gefið til kynna að Davíð hafi staðið á bak við aðför yfirvalda að fyrirtækinu . Tölvupóstar á milli yfirmanna Baugs og ljósrit úr fundar­ gerðum birtust á síðum Fréttablaðsins til að renna stoðum undir fréttina . Fundur Hreins Loftssonar og Davíðs í London árið áður var kallaður „leynifundur“ til að blása
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.