Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 32

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 32
30 Þjóðmál SUmAR 2011 aldar minningu heimastjórnar veturinn 2004 . Forseti taldi freklega fram hjá sér gengið og rök eru fyrir þeirri afstöðu . Ekki skal vanmeta persónulegan metnað sem aflvaka embættisverka stjórnmála­ manna . Aðrar og pólitískari ástæður koma engu að síður til álita í skýringu á synjun for setans á fjölmiðlalögum . Ólafur Ragnar Grímsson er aðal höf und ­ ur að síðustu markverðu tilraun Al þýðu ­ banda lagsins til að ná frumkvæði í íslensk ­ um stjórnmálum . Veturinn 1993 til 1994 setti Ólafur Ragnar saman pólitískan texta sem í fyrstu útgáfu var 120 blaðsíður í A­4 broti . Afurðin hét löngu nafni: „Út flutn­ ings leiðin, ný leið Íslendinga . Grund völlur fram fara og hagsældar, tími breytinga og bjart sýni . Atvinna, jöfnuður, siðbót .“ Útflutningsleið Ólafs Ragnars er undan­ fari útrásarinnar og skýrir hvers vegna hann féll kylliflatur fyrir auðmönnunum þegar þeir komu fram á sjónarsviðið . Þegar Ólafur Ragnar fór úr Alþýðubandalaginu til að verða forseti lýðveldisins sumarið 1996 tók hann með sér hugmyndir sem réttlættu útrásina og brýndu menn til frekari dáða við fjárhagslegt strandhögg á Norðurlöndum og Bretlandseyjum . Ólafur Ragnar sá ekki öfgar útrásarinnar og hélt að þar færu „bestu viðskiptasynir Íslands“ eins og Baugsskáldið Hallgrímur Helgason orti um Jón Ásgeir og félaga . Þegar Ólafi Ragnari bauðst tækifæri til að gera tvennt í senn, að veita útrásarauð­ mönnum stuðning í pólitískri deilu við ríkis­ valdið og bregða fæti fyrir Davíð Odds son stóðst hann ekki mátið og fórnaði til þess hefð um og virðingu forsetaembættisins . Eitt stærsta viðskiptaveldi landsins, Baug­ ur, hafði í náinni samvinnu við Samfylk­ ingu, Vinstri hreyfinguna – grænt framboð og for seta lýð veldisins lagt ríkisvaldið að velli . Í einni máls grein er það niðurstaða fjölmiðla máls ins veturinn 2003 til 2004 . Kosningarnar 2003 veiktu Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðis flokks­ ins . Stefnu skráin, sem flokkurinn bauð fram, var orðfá og bað kjósendur um að styðja flokkinn áfram í ljósi fenginnar reynslu . Ástæðan fyrir fátæktinni var að hug myndafræðin, sem Davíð og Sjálf stæð­ isflokk urinn báru fram til sigurs síðasta ára ­ tug 20stu aldar innar, ól af sér auðmenn sem engu eirðu í óseðj andi græðgi . Óhugsandi var að klappa áfram stein markaðsvæðingar þegar skýr merki voru um að hún leiddi þjóðina í ógöngur . Frjálshyggjan, sem pólitísk stefna, varð að verkfæri auðmanna til að réttlæta forræði þeirra í stjórnmálum . Formaður Sjálf stæðisflokksins gerðist frá­ hverf ur auð ræð inu og sýndi það með tákn rænum að gerðum . Haustið 2003 tók Davíð inni stæður sínar út úr Kaupþingi þegar honum ofbauð sjálftekt for stjóra og stjórnarformanns . Forysta Sjálfstæðisflokksins átti engan val kost við hugmyndafræði frjálshyggj unn­ ar þótt öfgarnar yrðu æ augljósari . Auð ­ menn fundu að forysta Sjálfstæðisflokks ins var orðin hálfvolg og fundu sér aðra banda­ menn á vettvangi stjórnmálanna . Bandalagið við Baug tryggði Sam fylk ing ­ unni stöðu í stjórnmálum í líku hlutfalli og staða Sjálfstæðisflokksins veiktist . Á kjör tíma­ bilinu 2003 til 2007 hvarf Davíð Odds son af vettvangi stjórnmálanna . Hall dór Ásgríms­ son, formaður Framsóknar flokks ins, varð for sætisráðherra og Geir H . Haarde formað­ ur Sjálfstæðisflokksins . Í Sam fylkingunni tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við formennsku af Össuri Skarphéð inssyni árið 2005 . Ingibjörg Sólrún hafði unnið sér traust og tiltrú auðmannanna með Borgarnesræð­ unni . Hún hafði þann metnað helstan í stjórnmálum að gera Samfylkinguna stærri en Sjálfstæðisflokkinn . Það féll ágætlega sam an við ríkjandi hagsmuni auðmanna að Sam fylkingin var ekki með nein prinsip
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.