Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 33
Þjóðmál SUmAR 2011 31
sem þvældust fyrir viðskiptalífinu sem var
orðið sterabólgið af útlensku lánsfé og æ
villtari fjárfestingarævintýrum .
Eftir brotthvarf Davíðs var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sá sem
helst var tal inn standa uppi í hárinu á
yfirgangi auð manna og þá einkum Baugs
liða . Guð laugur Þór Þórðarson, þing mað
ur Sjálf stæðis flokks ins, var gerður út af
Hreini Lofts syni og öðrum Baugsliðum til
að sækja að Birni í próf kjöri Sjálfstæðis
flokksins fyrir þing kosning arnar 2007 .
Guðlaugur Þór hafði sýnt sig sem vilj ugt
verkfæri auð manna og stóð fyrir al ræmdri
fjár söfnun út rásar auð manna í flokks sjóð
Sjálf stæðis flokks ins um leið og hann vélaði
með opin berar eigur sem stjórnarfor maður
Orku veitu Reykjavíkur til sömu aðila og
greiddu í flokkssjóðinn .
Guðlaugur náði öðru sætinu af Birni í
próf kjörinu og fékk bæði bein fjárframlög
frá oddvitum Baugs og óbeinan stuðning
með því að heilsíðuauglýsingar voru keypt
ar í dagblöðum til að útmála Björn sem
siðleysingja .
Í þingkosningunum 2007 urðu engin
stór tíðindi önnur en þau að fylgi Fram
sókn arflokksins hrapaði . Án Sjálf stæðis
flokks ins var ekki hægt að mynda tveggja
flokka stjórn . Vinstriflokkarnir voru í sam
keppni um að komast í stjórn með sjálf
stæðis mönnum . Steingrímur J . Sigfússon,
for maður Vinstrihreyfingarinnar – græns
fram boðs, bauð Geir H . Haarde, formanni
Sjálf stæðisflokksins, í sumarbústað tengda
foreldra sinna til að ræða möguleika á ríkis
stjórn . Slík stjórn hefði tæpan meiri hluta og
var ekki með blessun auðmann anna og gat
þess vegna ekki orðið að veruleika .
Formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki
helsti gerandinn eftir kosningarnar í maí
2007 . Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vara
for maður Sjálfstæðisflokksins, myndaði ríkis
stjórn með vinkonu sinni, Ingibjörgu Sólrúnu
Gísla dóttur, formanni Samfylk ingar . Þor gerð
ur Katrín tilheyrði nýríkri stétt með hlaup ara
út rásar manna í gegnum eiginmann sinn sem
var millistjórnandi hjá Kaupþingi .
Til siðs er að formaður kalli þingmenn
hvern og einn á sinn fund þegar úthluta á
ráð herra sætum . Og þótt Þorgerður Katrín
hefði myndað stjórnina fyrir hönd Sjálf stæð
is flokksins var það Geir sem raðaði í stóla
ráð herra . Frásögn Björns af fundi sínum með
Geir 22 . maí 2007 er merkileg . Hann lýsir
veður fari og fundarherberginu í ráð herra bú
staðnum á bls . 339 en ekkert segir um hvað
þeim fór á milli annað en að Björn hafi geng ið
bjart sýnn af fundi . Hér er eins og komi hik á
Björn og hann sé ekki viss hvernig hann ætli
að skrifa um fund þeirra Geirs .
Á bls . 340–341 er efnisatriða fundar
ins getið . Björn getur þess að hann hafi
lagt áherslu á að halda embætti dóms
mála ráðherra enda yrði það túlkað sem
sigur fyrir Baug ef hann yrði látinn víkja .
Jafn framt bauðst Björn til að víkja áður
en kjörtímabilinu lyki en þá fyrir frænda
sínum, Bjarna Benediktssyni .
Björn getur ekki viðbragða Geirs . Hann
féllst á tilmæli Björns enda voru þau í raun
tillaga að málamiðlun . Björn skynjaði vorið
2007 að dagar sínir væru taldir í íslenskri
pólitík . Í kosningunum hafði auðræðið
sigrað og hvergi var að sjá það afl sem gæti
staðist Baugsmönnum og nýauðvaldinu
snúning . Með því að tefla fram Bjarna
Benediktssyni sem arftaka sínum vildi
Björn eflaust koma í veg fyrir að Guðlaugur
Þór Þórðarson yrði dómsmálaráðherra .
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar
flokksins, gaf ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar nafnið Baugsstjórnin .
Nafnið festist ekki við ríkisstjórn Geirs H .
Haarde . Eftir október 2008 fékk stjórnin
forskeytið hrun . Baugsstjórnin varð hrun
stjórn . Nema hvað .