Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 34

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 34
32 Þjóðmál SUmAR 2011 Fjármálakerfi Vesturlanda riðaði til falls haustið 2008 . Hlutabréf hrundu í verði og bankar fóru á hausinn eða voru komnir að fótum fram . Þegar stórbankinn Lehman Brothers fór í þrot um miðjan september 2008 varð efnahagslegt fár­ viðri . Lánalínur lokuðust og allt traust til fjármálastarfseminnar hvarf . Öllum var ljóst að þetta mundi ríða mikið skuld settum fjármálafyrirtækjum að fullu fengju þau ekki fyrirgreiðslu . Bandaríkjamenn dældu billjónum af peningum skattgreiðenda í bankana til að forða þeim frá gjaldþroti . Sama gerði enska ríkisstjórnin og sú írska . Framsæknir bankar, eins og þeir voru kallaðir á árunum fyrir bankahrunið, urðu verst úti . Þeir höfðu verið reknir sem vogunarsjóðir . Alls staðar hafði aðhald, aðgát og agi vikið fyrir sóun, fífldirfsku og agaleysi . Skelfingu lostnir stjórnmála menn um víða veröld áræddu ekki að láta þá sem ábyrgð báru á banka­ og fjármála hruninu bera þá ábyrgð sem stjórnend ur fyrir­ tækja eiga að bera í markaðsþjóðfélög um . Þeir hlupu til og notuðu fjármuni skatt­ borgara . Ísland og bankakreppan 2008 Margir hafa haldið því fram að Ísland hafi orðið harðast úti í efnahags­ og bankakreppunni haustið 2008 . Það er rangt . Sumir halda því fram að algjört kerfishrun hafi orðið . Það er líka rangt . Það tókst að bjarga efnahagslífinu, framleiðslunni og þjóð félagsstarfseminni . Það tókst einnig að bjarga innlendri bankastarfsemi . Margir íslenskir hagfræðingar héldu því fram, þegar vandi bankakerfisins var að koma í ljós, að ríkisvaldið ætti að hlaupa undir bagga og leggja fram peninga . Þessir sömu spekingar gagnrýndu síðar viðbrögð stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins á þeirri forsendu að peningar skattborgara hefðu ekki verið notaðir til að bjarga ofvöxnu bankakerfi . Þessir ráðagóðu menn stjórna nú haftakerfinu íslenska og telja sig vita betur en aðrir hvernig á að breyta stjórnarskránni . Íslenskum fræðimönnum, sem töluðu um virka ríkisaðstoð til bankanna, verður ekki legið á hálsi fyrir að hafa haldið fram þessum röngu sjónarmiðum . Þeir vissu ekki betur . Með sama hætti og þeir sem héldu um stjórn þjóðfélagsins vissu ekki betur en eigin fjár­ staða bankanna væri í lagi haustið 2008 . Stjórnvöld, eftirlitsaðilar og fræðimenn unnu út frá því að hægt væri að treysta upplýsingum um banka sem staðfestar voru af löggiltum endurskoðendum . Hálfs árs­ uppgjör bankanna árið 2008 sýndi veru­ legan hagnað af starfsemi bankanna og góða eiginfjárstöðu . Þegar óveðrið skall á haustið 2008 kom annað á daginn . Jón Magnússon Pólitísk aðför
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.