Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 35

Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 35
 Þjóðmál SUmAR 2011 33 Frá bankahruni hefur komið betur og betur í ljós að eiginfjárstaða og stoðir banka kerfisins voru aðrar og verri en nokkur utanaðkomandi aðili gat áttað sig á . Samkvæmt fréttum virðist að eiginfjárstaða bankanna í heild hafi verið fegruð verulega . Flækj urnar eru samt slíkar að rannsóknir á þriðja hundrað rannsakenda hjá sérstökum sak sóknara, fjármálaeftirliti og skilanefndum hafa enn ekki skilað einni einustu ákæru vegna starfsemi viðskiptabankanna . Viðbrögðin við vanda bankanna Þegar neyðarlögin voru sett töldu margir mögulegt að bjarga Kaupþingi banka og reyndu það . Jafnvel í byrjun október 2008 vissu menn ekki betur hversu illa var komið . Þessi staðreynd hefur gleymst í umræðunni . Neyðarlögin reyndust vel . Þrátt fyrir al­ var legt áfall vegna bankahruns tókst að halda þjóðfélagsstarfseminni áfram eins og lítið hefði í skorist . Ljóst var að grípa þurfti til margháttaðra aðgerða í kjölfar þessa áfalls sem blasti við að mundi leiða til minnkandi hagvaxtar og versnandi lífskjara næstu misseri á eftir . Þessar aðgerðir sáu aldrei dagsins ljós vegna pólitísks óróa og undirróðurs og ríkisstjórnarinnar sem tók við 1 . febrúar 2009 . Rannsóknarnefndin Óróinn í kjölfar bankahrunsins og óvissan um það sem gerst hafði, varð til þess að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd til að rannsaka orsök og aðdraganda hruns íslensku bankanna . Það var strax skoðun mín að lagafrumvarpið um rannsóknarnefndina væri stórgallað . Viðfangsefni nefndarinnar var of stjórnsýslumiðað og nefndarmenn of fáir sem leiddi til þess að ekki var nægj­ an leg þekking á viðfangsefninu í nefnd­ inni . Nefndin var ekki sett upp sem sann­ leiksnefnd heldur sem for dæm ingar nefnd . Þessu til viðbótar var megin reglum réttar­ ríkis ins, stjórnarskrár og ákvæðum 6 . gr . Mann réttindasáttmála Evrópu varpað fyrir róða við lagasetningu um nefndina . Þessir vankantar komu í ljós í starfi og niðurstöðum nefndarinnar . Nefndin byggði á fyrirfram mótuðum skoðunum einstakra nefndarmanna sem voru stjórnsýslumiðaðar vegna vanþekkingar á bankastarfsemi . Niðurstöður nefndarinnar orka því um margt tvímælis, auk þess sem þar eru augljósar rangfærslur og staðreyndavillur sem ýmsir hafa bent á . Margar ályktanir eru illa ígrundaðar og byggðar á röngum forsendum . Þeir sem til þekkja sjá glitta í gamalkunn vinnubrögð eins nefndarmanns í rannsókn umtalaðs sakamáls, sem varð ákæruvaldinu ekki til sóma á sínum tíma . Fyrirkomulag, verkefni og vinnubrögð rannsóknarnefndarinnar samrýmdust ekki reglum réttarríkisins um réttláta málsmeð­ ferð . Besta dæmið, fyrir utan fyrirskipanir stjórnmálamanna til nefndarinnar um að fella áfellisdóma, var vanvirðing nefndarinnar við andmælarétt þeirra einstaklinga sem nefndin taldi hafa sýnt af sér vanrækslu . Þegar vel rökstudd og efnismikil andmæli bárust var þeirra ekki getið á viðeigandi stöðum í skýrslu nefndarinnar né þau birt í prentaðri útgáfu skýrslunnar, enda bárust fréttir af því að stærstu hlutar skýrslunnar hefðu þegar verið farnir í prentun þegar þessi mála myndakostur á andmælum var gefinn . Skýrari verða dæmin ekki um valdhroka og fyrirfram gefnar niðurstöður . Þrátt fyrir þetta tóku hinar talandi og skrifandi stéttir þjóðfélagsins skýrslunni eins og Guð hefði talað . Stjórnmálamenn, álitsgjafar og jafnvel biskupinn dásömuðu skýrsluna án þess að þeir hefðu getað lesið hana . Síðan setti Alþingi nefnd um skýrsluna sem nálgaðist viðfangsefnið gagnrýnislaust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.