Þjóðmál - 01.06.2011, Side 39

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 39
 Þjóðmál SUmAR 2011 37 njóti sín sem bezt í raun og framkvæmd . Stjórnarskráin felur meðal annars í sér ákvæði um vald forseta lýðveldisins og vald Alþingis . Með stjórnar skránni frá 1944 var vald forseta lýðveldisins gert nokkuð minna en áður var vald konungs . Af þessu leiðir að líkur fyrir því að forseti lýðveldisins geti haft áhrif á ákvarðanir Alþingis eru enn minni en áður var um konung, þótt áður væri þetta mjög tak­ mörkunum bundið . Hann getur nú, svo sem konungur fyrr, aðeins lagt fyrir Alþingi þær tillögur, sem eru í samræmi við vilja þess löglega ráðuneytis, sem situr á hverjum tíma og aðeins veitt þeim samþykktum Alþingis gildi, sem löglegt ráðuneyti, eða einstakir ráðherrar þess, taka ábyrgð á . Með hliðsjón af þessu má draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til þess að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins .“ Ásgeir Pétursson kemst svo að orði í bók sinni: „Þessi afstaða Sveins hefur haft raunhæft og reyndar sögulegt gildi, sem sést á því að Vigdís Finnbogadóttir virðist styðjast við kenningar Sveins Björnssonar Einar Benediktsson Um stjórnarskrána og þingbundið lýðræði Var það ekki ógæfa íslensku stjórnar­skrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar­ eða málskotsrétt? Fyrirmyndin hlýtur að vera sögulegt neit­ unarvald sem konungur hafði formlega haft en var í raun fyrnt . Ágreiningur mun hafa verið um það hvort forsetinn ætti að hafa sömu stöðu og konungur hafði í reynd, þ .e . að vera valdalaus, eða að hann hefði eitthvert vald . Vegna þessa ágreinings varð niðurstaðan 26 . grein stjórnarskrárinnar, sem er í sjálfu sér í ósamræmi við það þing bundna lýðræði sem tryggt skuli vera á Íslandi . En einmitt um það veigamikla atriði, sem er staða forsetans, liggja þó fyrir laga skýringar Sveins Björnssonar, fyrsta for­ seta lýðveldisins . Í minningaþáttum Ásgeirs Péturssonar* segir hann frá minnisblaði Sveins frá 1946 sem lagt var fyrir ríkisráð . Þar segir Sveinn að stjórnarskráin „ . . . hefir að geyma ákvæðin um skipu lagningu æðsta valds ríkisins — sem í lýð ræðislöndum á að vera í höndum þjóðar innar sjálfrar, — svo að það ________________ * Ásgeir Pétursson: Haustlitir. Minningaþættir . Reykjavík, Almenna bókafélagið 2006, bls . 205–206 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.