Þjóðmál - 01.06.2011, Page 43

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 43
 Þjóðmál SUmAR 2011 41 Sjálfstæðisflokkurinn getur endurheimt stöðu sína sem kjölfesta og leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum með því að end­ ur nýja traust og trúnað við launþega og at­ vinnurekendur . Sú endurnýjun verður hins vegar ekki nema forystumenn flokksins við­ ur kenni af einlægni að þeir sofnuðu á verð­ inum og undir forystu flokksins náði ríkið að þenjast út . Sjálfstæðisflokkurinn þarf ein nig að horfast í augu við þá staðreynd að sem stjórn málaflokkur gleymdi hann úr hvaða jarð vegi stefna hans og hugsjónir eru sprottnar . Ekki vegna þess að almennir flokks menn hafi rifið upp ræturnar, held­ ur gleymdi flokkurinn, sem stofnun, fortíð sinni og sögu . Engu skiptir hvort um ein­ stakl ing, stjórnmálahreyfingu eða þjóð er að ræða; ef fortíðin, sagan, og menn ingin eru grafin í kistu gleymskunnar, tekur rotnunin við . Hægt í fyrstu, en síðan stöð ugt og hratt, uns ekkert er eftir annað en moldin . Sjálfstæðisflokkurinn verður því að leita aftur til fortíðar um leið og hann mótar nýja sýn til framtíðar . Fara aftur til þess tíma þegar flokkurinn var málsvari launamanna, varð­ maður millistéttarinnar og sérstakur baráttu­ maður litlu og meðalstóru fyrir tækjanna, sem skapa nýjungar og atvinnu . Sjálfstæðis flokk­ urinn verður að tryggja að enn á ný verði hann brjóstvörn allra borgaralegra afla lands­ ins — regnhlíf allra þeirra sem vilja takmarka völd ríkisins, tryggja frelsi borgaranna en um leið standa vörð um velferðarríkið, án þess að ríkisvæða náungakærleikann . Sjálf stæðis­ fl okkurinn á að lýsa því yfir að hann muni, í gegnum þykkt og þunnt, vera gæslu maður menningar og sögu landsins . Ég get sagt þetta með öðrum og kannski skýr ari hætti . Sjálfstæðisflokkurinn á að lýsa því yfir að hann sé flokkur atvinnurekenda, flokkur launa manna, flokkur bænda, flokkur þeirra sem þurfa á samhjálp að halda, flokkur unga fólks ins og þeirra sem eldri eru . En fyrst og fremst á Sjálfstæðisflokkurinn að lýsa því yfir að hann sé flokkur millistéttarinnar — hins venju lega Íslendings . En það er ekki nægjanlegt að gefa út yfir­ lýsingar . Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hefja skipulega og harða hugmyndabaráttu . Í þeirri baráttu má flokkurinn ekki gefa eftir . Flokks­ menn en þó fyrst og fremst kjörnir fulltrúar flokksins, jafnt á Alþingi og í sveitarstjórnum, þurfa að öðlast aftur sjálfstraust sem byggist á einlægri sannfæringu hjartans . Um leið og forystumenn Sjálfstæðisflokksins byrja að tala frá hjartanu og hætta að skammast sín fyrir fortíðina en horfast í augu við hana, mun þjóðin aftur öðlast trú á því að flokkurinn, sem er sprottinn upp úr íslenskum jarðvegi með frelsi einstaklingsins að leiðarljósi, sé sá flokkur sem best sé treystandi fyrir því að ryðja brautina til bættra lífskjara . Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að láta ýta sér Óli Björn Kárason Manifesto hægri manns

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.