Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 44

Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 44
42 Þjóðmál SUmAR 2011 út í horn íslenskra stjórnmála . Hann á að mæta pólitískum andstæðingum hvenær og hvar sem er . Flokksmenn eiga að halda til haga þeim gríðarlega árangri sem náðist undir forystu Sjálfstæðisflokksins, ekki síst á sjöunda og tíunda áratug síðustu aldar sem og á fyrstu árum nýrrar aldar . Þá nutu Íslendingar mestu framfara á sviði atvinnumála og grunnurinn að öflugu velferðarkerfi var lagður . Sótt var fram á sviði lista, menningar og mennta . Menn eiga því að líta til sögunnar með stolti en um leið að gangast við því að ýmislegt fór úrskeiðis . Þar skiptir tvennt mestu . Ríkis­ stjórn ir Sjálfstæðisflokksins misstu stjórn á vexti ríkisvaldsins og flókið reglugerðaveldi náði að festa rætur . Þá fengu öflugar við­ skipta blokkir að blómstra og leggja undir sig stóran hluta viðskiptalífsins — ekki í krafti þess að eigendur og stjórnendur væru snjallari en keppinautarnir eða byðu betri og ódýrari þjón ustu — heldur í skjóli óeðlilegs aðgangs að láns fé . Sjálfstæðisflokknum mistókst að koma böndum á þessar stóru viðskiptasamsteypur og tryggja eðlilega og heilbrigða samkeppni . Sinnuleysi og leti Við, sem höfum skipað okkur undir gunnfána Sjálfstæðisflokksins, geng um ekki til liðs við flokkinn vegna nafnsins eða vegna þess að einhvern tíma í sögu hans hafi þar verið magnaðir foringjar við völd . Nei . Við erum frjáls hyggjumenn, hægri menn, efa­ semda menn um mátt ríkisvaldsins, trú menn þess að hver sé sinnar gæfu smiður, um leið og trú okkar krefst þess að hjálpa samborgurum okkar . Við erum fólk sem talar um borgara í stað þess að ræða um þegna . Við erum sann­ færð um að leiðin til hamingjunnar liggi hvorki í gegnum ríkið eða auðæfi . Við erum fólk sem telur að mælikvarði á náungakærleika og hjálp semi verði aldrei fundinn í því hvað við greiðum í skatta, heldur hvernig og hvort við komum nágranna okkar til hjálpar, án þess að um það sé sérstaklega getið í fjölmiðlum . Sjálf­ stæðis menn eru því bara venjulegir Ís lending­ ar og þegar Sjálfstæðisflokkurinn byrj ar að tala og framkvæma eins og venjulegir Íslending ar, mun flokkurinn — en fyrst og fremst þjóð in — njóta góðs af . Sjálfstæðisstefnan er sprottin úr íslenskum jarðvegi, mótuð af harðbýlu en gjöfulu landi . Þar liggja rætur okkar . Í alsnægtum síðustu ára höfum við sjálfstæðismenn því miður gleymt því hvar ræturnar liggja — við höfum ekki ræktað okkar sögulega hlutverk af þeirri trúmennsku sem ætlast er til . Í stjórnmálum eru margar þversagnir en líklega þurfum við hægri menn að glíma við fleiri þversagnir en þeir sem eru til vinstri . Þrátt fyrir þessar þversagnir hefur íslenskum hægri mönnum tekist betur en sósíalistum að halda hópinn . Frjálshyggju menn eru í bandalagi við íhaldsmenn, launa menn eru samherjar at vinnu rekenda, fisk vinnslukonan á samleið með út gerðar manninum, menntamaðurinn er jafn ingi þess óskólagengna, sem átti ekki mögu leika á að afla sér menntunar . Það er margt sem okkur sjálfstæðismenn grein ir á um og sem betur fer . Í gegnum ára­ t ugina hefur það verið styrkur flokksins að við skulum hafa tekist á og það stundum harka­ lega . Enginn íslenskur stjórn málaflokkur hefur staðist hörð málefnaleg átök með sama hætti og Sjálf stæðisflokkurinn . Og hvernig má annað vera? Samkeppni hugmynda er rist djúpt í sál okkar . Við höfum unun af kappræðum, deilum og sam keppni . Að kljást við ólíkar og oft ögr­ andi skoð anir er hluti af því sem við erum . Hvort sem okkur hægri mönnum líkar betur eða verr, þá urðu hugsjónir okkar fyrir verulegu áfalli þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir . Fyrir hægri menn á Íslandi var áfallið enn meira þegar fjármálakerfið hrundi með skelfilegum afleiðingum . En það eru gríðarleg tækifæri fólgin í þess­ um vandræðagangi okkar . Við urðum sinnu­ laus — hættum að tefla fram hugmyndum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.