Þjóðmál - 01.06.2011, Side 45

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 45
 Þjóðmál SUmAR 2011 43 hætt um að ögra félögum okkar með nýrri hugs un, við hættum að hafa áhuga á hug­ mynd um . Við urðum feit og nenntum ekki að hreyfa okkur . Við urðum líkt og spilltir krakkar sem fá allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir hlutunum . En það sem var verst var að við vorum tilbúin til að samþykkja í stað þess að gagnrýna . Við urðum of löt til að kljást við and stæð­ ingana og tókum undir hugmyndir um að stjórnmálabarátta ætti að fara fram í samstarfi við mótherja — umræðustjórnmál ættu að taka við og ráða öllu pólitísku starfi . Við viku m til hliðar fyrir teknókrötum . Sá lati berst aldrei fyrir neinu og sá sem hætt ur er að hugsa stendur aldrei vörð um hug sjónir og hugmyndir . Fórnarlömb teknókrata Ég hef á síðustu misserum reynt að skilja ástæður þess að okkur hægri menn bar af leið . Með nokkurri einföldun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að við urðum okkar eigin fórnarlömb . Við urðum værukær og leyfðum aðferðafræði teknókrata að ná undirtökunum . Eftir hrun fjármálakerfisins hefur teknókratismi síðan náð völdum, enda lítil fyrirstaða meðal hægri manna . Teknókratar eru þeirrar trúar að flest ef ekki öll viðfangsefni samfélagsins eigi að leysa við skrifborðið, í töflureikni og líkönum . Þeir hafna hugmyndum enda er hugmyndafræði eitur í þeirra beinum . Allt samfélagið er sett upp á teikniborð teknókrata eins og hvert annað verkfræðilegt verkefni . Vandamálin og verkefnin eru skilgreind og leitað lausna . Hugmyndafræðileg barátta er lögð til hliðar, menn setjast niður, ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu á grundvelli einhvers sem kallað er hagsmunamat eða hagkvæmni . Allt er skilgreint sem úrlausnarverkefni og nefndir og ráð . Þegar meirihluti þingflokks Sjálfstæðis­ flokks ins komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri á grundvelli „hagsmunamats“ að styðja Icesave III, var niðurstaðan byggð á teknó­ kratískri nálgun . Grunnhugsjónum, um að rangt sé að þjóðnýta tap einka fyrir tækja, var vikið til hliðar . Meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins var sýktur af veiru teknókrata þegar tekin var ákvörðun um að ganga ekki aðeins gegn skýrri ályktun landsfundar heldur einnig gegn grunn hugmyndum sjálf stæðisstefnunnar . Teknókratar hafa aldrei áhyggjur af fram­ tíðinni eða hvaða skilaboð send eru með einföldum ákvörðunum sem teknar eru við fundarborð embættis­ og stjórnmála manna . Afl eiðingar ákvarðana eru aðeins verkefni fram tíðarinnar á teikniborðinu . Hið sama má segja um viðbrögð sjálf stæðis­ manna þegar í ljós kom að Jóhanna Sig urð­ ardóttir forsætisráðherra hefði brotið jafn­ rétt is lög . Auðvitað var það rétt og sanngjarnt að benda á tvískinnung for sætisráðherra, sem hafði sem þingmaður gengið hart fram í gagnrýni sinni á sitjandi ráðherra, fyrir að hafa ekki farið að ákvæðum laga um jafnrétti kynj anna . En hin teknókratíska hugsun kom í veg fyrir að nokkur þingmaður hæfi umræðu um það hvort jafnréttislögin hefðu leitt þjóð­ félagið á villigötur . Teknókratar eiga oftar en ekki samleið með pólitískri rétthugsun . Umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópu sambandinu er sama marki brennd . Rök in fyrir aðild að yfirþjóðlegu valdi eru og geta aldrei orðið annað en teknókratísk . Efna­ hags legir hagsmunir landsins eru sagðir betur tryggðir með aðild og fyrir þeirri staðhæfi ngu eru færð tæknileg rök . Á grundvelli þessara raka á að afsala stórum hluta fullveldis þjóðar inn ar . Þeir sem mótmæla eru sagðir öfga menn . Tæknilegur kratismi hefur ekki aðeins náð völdum innan stjórnmálaflokkanna heldur hefur hann einnig náð að smita huga flestra fjöl miðlamanna . Með heiðarlegum undan­ tekn ingum eru fjölmiðlar hættir að veita

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.