Þjóðmál - 01.06.2011, Side 46

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 46
44 Þjóðmál SUmAR 2011 stjórn málamönnum aðhald og krefjast þess að þeir standi við það sem sagt eða lofað hefur verið . Það er bara tæknilegt að Vinstri græn skuli styðja aðildarumsókn að Evrópu­ sambandinu, þvert á loforð . Það er talið til marks um víðsýni og frjálslyndi að styðja aðild . Þeir sem berjast gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið eru sagðir þröngsýnir og öfgafullir . Fjölmiðlungar og hinir „rétttrúuðu“ gera allt til að grafa undan þeim sem byggðu andstöðu sína á einlægri sannfæringu um að fullveldi Íslands megi aldrei fórna . Eitthver stærsta ögrun Sjálfstæðisflokksins á komandi mánuðum og árum er að segja teknó­ kratismanum stríð á hendur . Segja hingað og ekki lengra . Baráttan við teknókratana er hluti þess að flokkurinn hverfi aftur til for tíðar — byrji að nýju að huga að rótunum . Gjör rétt, þol ei órétt Þegar við sjálfstæðismenn segjum: Gjör rétt, þol ei órétt, eru það ekki innantóm orð heldur sögð beint frá hjartanu . Í þeim felst djúpstæð sannfæring fyrir því hvers konar þjóðfélagi við berjumst fyrir . Við berjumst fyrir sjálfstæðu íslensku samfélagi sem byggir á krafti okkar allra og sanngirni í garð hvers annars og að við komum þeim til hjálpar sem hjálpar er þurfi . Gjör rétt, þol ei órétt, vísar til þess að við vildum að sanngirni og virðing sé í öllum samskiptum — við tökum stöðu með kaupmanninum á horninu sem berst ójafnri baráttu gegn öflugu viðskiptaveldi, sem allt ætlar að gleypa, við berjumst fyrir dugnaðarforkinum sem lagði allt sitt undir við rekstur hjólbarðaverkstæðis og berst nú fyrir lífi sínu gegn ofvöxnum risa . Gjör rétt, þol ei órétt, vísar til þess að við sjálfstæðismenn viljum byggja upp frjálst viðskiptalíf þar sem heiðar leg og sanngjörn samkeppni fær að njóta sín . Gjör rétt, þol ei órétt, leggur þær skyldur á herðar okkar að brjóta upp viðskiptasam steyp­ ur sem hafa orðið til á undanförnum árum í skjóli óeðlilegra viðskiptahátta og ósann gjarns forgangs að fjármagni . Við verðum að koma þannig fram í ræðu og riti og með athöfnum okkar að allur al menn­ ingur skilji og skynji að loforð okkar um að þola ekki órétt er rist djúpt í hjarta okkar og að stefna okkar og allt okkar starf markist af þessari djúpu sannfæringu . Gjör rétt, þol ei órétt, vísar ekki aðeins til þess loforðs okkar sjálfstæðismanna að tryggja hér heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf . Þetta er loforð um að tryggja samfélag samhjálpar og náungakærleika . Samfélag þar sem þeir sem minnst mega sín eiga öfluga talsmenn — harða baráttumenn fyrir velferðarþjóðfélagi sem Sjálfstæðisflokkurinn átti öðrum fremur þátt í að byggja upp . En um leið viljum við koma böndum á ríkið og hið opinbera . Við sjálfstæðismenn eigum aldrei að sætta okkur við þann órétt að hið opinbera seilist æ dýpra í vasa skattborgaranna . Og engir gera sér betur grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að ekkert þjóðfélag fær þrifist án öflugrar millistéttar . Dagskrárgerðarvaldið Sjálfstæðismenn verða að öðlast aft ur póli­tískt sjálfstraust . Til þess þarf að ræða þjóð málin á forsendum sjálfstæðis stefnunnar . Kjörn ir fulltrúar flokksins eiga ekki — hvorki í ræðu né riti — að kljást við pólitíska and stæð­ inga á öðrum forsendum en út frá hugsjón um og hugmyndum Sjálfstæðisflokksins . Þeir eiga að gagnrýna og benda á það sem miður fer, en þeir eiga alltaf að færa umræðuna yfir á heima­ völl sjálfstæðisstefnunnar — láta umræðuna snúast um störf og stefnu Sjálfstæðisflokksins . Pólitík er samkeppni hugmynda og sú sam­ keppni verður ekki unnin með því að benda á hvað stefna andstæðingsins sé slæm, heldur með því að sannfæra kjósendur um að sjálf­ stæðisstefnan sé besta trygging fyrir sókn til betri lífskjara og heilbrigðra þjóðfélags . Það er hægt að orða þetta með öðrum hætti:

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.