Þjóðmál - 01.06.2011, Side 54

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 54
52 Þjóðmál SUmAR 2011 sóknarnefndar Alþingis er ein af orsökum hrunsins sú að sumir auðkýfingar gengu ber serks gang í banka­ og lánamálum, svo og sjálftöku launa . Með auðmönnum á ég við menn sem eiga eða skulda eða fara með eignir mjög langt umfram meðaleign venjulegs kjósanda þannig að þeir geta tekið geysilega áhættu fjárhags lega án þess að setja eigin velmegun í hættu, en setja oft velmegun annarra í stórhættu . Tekjur, eignir og skuldir auðjöfra, sem eru langt umfram almennar eignir, eru ekki aðeins tekjur og eignir í venjulegum skilningi heldur einnig völd . Slík völd, eins og önnur völd í landinu, eiga að vera sýnileg almenningi og undir eftirliti hans . Þessar umframeignir eiga að þjóna almanna hags munum, þ .e . til uppbyggingar og framfara . Þessi völd má síst af öllu nota til að rústa efnahagskerfið, eins og gerðist í hruninu . Traust eftirlit til að hindra slíkt á fullan rétt á sér . Allar þessar eignir eiga að vera háðar há marks­ upplýsingaskyldu eins og um opinber ar eign ir sé að ræða til að leiðrétta þann lýð ræð is halla sem svo miklum eignum fylgir . Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun yrði skylt að fylgjast vel með efnahagslífinu og gæta þess að gengi gjaldmiðilsins sé stöðugt . Nauð­ synlegt er að tryggja gengi gjaldmiðilsins vegna þess að peningar eru geymsla verðmæta, spari­ fjár . Haga verður efnahagsstjórninni þannig að gengi gjaldmiðilsins raski ekki þessu verð mæti að neinu ráði . UMSJÓNARRÁÐ — til að tryggja aðhald og betri rekstur I . NoteNdur þjóNustuNNar eigNist hluta bréf og veiti aðhald Hrunið hefur ekki aðeins leikið einka­fyrirtæki grátt, heldur einnig sveitar­ félög, sparisjóði og fyrirtæki í opinberri eigu . Eitt hrapallegasta dæmið er Orkuveita Reykjavíkur . Fyrirtækið er hörmulega útleikið og tækni lega gjaldþrota . Skuldir þess eru gríð­ ar legar, langt yfir 200 milljarða króna, og eigið fé aðeins 18%, sem hugsanlega er þó of metið því miklar eignir liggja í leiðslum í út hverfum og orkuverum, sem hvorugt verð ur fullbyggt fyrr en eftir mörg ár . Hagn­ aður af reglulegri starfsemi dugar rétt fyrir vöxtum . Auðvitað verður fyrirtækið ekki látið fara í gjaldþrot, því neytendur þjónustunnar, sem jafnframt eru eigendur fyrirtækisins „á pappírnum“, eru í gíslingu einokunar . Neytendur eru tilbúnir að greiða ansi mikið fremur en að krókna úr kulda og sitja í myrkri á heimilum sínum . Orkuveitan var ein af gullgæsum Ís lend­ inga, rétt eins og kvótakerfið er núna . Það er ógæfa Íslendinga að vera gullgæsarbanar . Þeir hafa ekki eirð í sínum beinum fyrr en þeir hafa slátrað gullgæs og hirða öll gulleggin í einu, strax, fái þeir færi á því . Orkuveita Reykjavíkur er í raun í eigu lán ar drottna sinna . Ef Reykvíkingar vilja eign ast hana aftur verða þeir að kaupa fyrirtæk ið af lánardrottnunum handa sveitar félag inu Reykjavíkurborg . En nú er nóg kom ið . Þegar neytendur og eigendur kaupa Orku veituna aftur af lánardrottnunum eiga þeir að eignast verulegan hluta á móti sveit­ ar félaginu . Hvernig má það verða? kann ein hver að spyrja . Fyrir hluta af viðbótargreiðslum sínum til Orkuveitunnar, 50 milljarða króna á næstu 5 árum, eiga þeir að fá vaxtaberandi skulda­ bréf, sem ígildi hlutabréfs, sem veitir rétt til að kjósa í „umsjónarráð“ . Þessi bréf verði framsalshæf en enginn má eiga meira en lítinn hluta í fyrirtækinu, sem verður með mikilli eignardreifingu . Í nýlegum sunnudagspistli Styrmis

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.