Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 60

Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 60
58 Þjóðmál SUmAR 2011 efnaneytenda . Refsistefnan gerir það einnig að verkum að fíklar veigra sér við að verða sér úti um meðferð, af ótta við rannsókn og fangelsun þegar þeir opinbera fíknivanda sinn fyrir opinberum aðilum .22 Refsistefnan fækkar ekki afbrotum Það er staðreynd að fjöldi þeirra sem sakfelldir eru fyrir fíkniefnabrot hér á landi hefur meira en tífaldast á 13 ára tímabili . Á sama tímabili, frá árinu 1994 til 2006, hefur hlutfall íslenskra fanga, sem afplána refsingu fyrir fíkniefnabrot, hækkað úr 11% í tæp 30% . Það er því dapurleg staðreynd að í dag situr langstærstur hluti fanga inni fyrir fíkniefnabrot, eða um 89 manns árið 2009 . Árið 1981 voru þeir 21 . Sömu þróun má sjá víðast hvar annars staðar þar sem refsistefna er viðhöfð í fíkniefnalöggjöf . Auðgunarbrotum hefur fjölgað hér á landi og má ef til vill að miklu leyti rekja til þess að stór hluti auðgunarbrota á rætur sínar að rekja til aðila sem stunda brotastarfsemi til að fjármagna frekari fíkniefnaviðskipti .23 Vímuefnaneytendur í Bretlandi fremja 56% allra glæpa, og eru þar ekki með talin afbrot fyrir vörslu eða dreifingu ólöglegra fíkniefna .24 Varnaðar­ áhrif refsinga við fíkniefnabrotum eru samkvæmt niðurstöðum fjölmargra rann­ sókna, ólíkt því sem kenningin gerir ráð fyrir, sáralítil eða engin .25 Fjölgun afbrota má hugsanlega rekja til ákveðins vítahrings sem refsistefnan skapar fíkl um . Um er að ræða ófyrirséða hliðarverk­ 22 Greenwald, Glenn: Drug Decriminalization in Portugal . 23 Margrét Sæmundsdóttir: „Áhrifamáttur refsinga“ . Tímarit lögfræðinga . 2007; 57 (2) . Bls . 177–194 . 24 Prime Minister’s Strategy Unit. Strategy Unit Drugs Report, Phase one – Understanding the issues . Bretland . 2003 . 25 Höfundur vann mynd úr eftirfarandi heimildum: Hagstofa Íslands . Sakfellingar eftir brotategundum og kyni 1993–2006 . un þess að til er ólöglegur vímuefnamarkað­ ur . Þeir sem haldnir eru fíknisjúkdómi neyðast fíknarinnar vegna til þess að verða sér úti um fíkniefni og svífast jafnan einskis til þess . Vændi, rán, innbrot og þjófnaðir eru jafnan fylgifiskur fíkniefnaneyslu en verða ekki rakin til vímunnar sjálfrar heldur hinnar sterku fíknar þar sem fíkillinn þarf að leita í undirheima til að verða sér úti um þau efni sem hann er háður . Þannig mætti hugsanlega með tiltölulega einföldum aðgerðum draga verulega úr afbrotum . Rétt væri að kanna þjóðhagslega hag­ kvæmni þess að bjóða þeim vímuefnafíkl­ um sem hvað verst eru settir í fíkn sinni upp á aðgengi að vímuefnum, ókeypis eða gegn vægu gjaldi . Að mörgum útfærsluatriðum þarf þó að huga en heppilegast væri að líta til fordæma þar sem slíkt hefur verið reynt og útfæra að íslenskum aðstæðum . Hugsanlega væri þannig hægt að draga verulega úr þeim afbrotum sem þessi hópur vímuefnafíkla fremur jafnan til að fjármagna sína eigin vímuefnaneyslu og draga úr kostnaðinum sem því fylgir . Með þessum hætti væri einnig hægt að veita þessum hópi aukinn félagslegan stuðning og heilbrigðisþjónustu við hæfi . Líklega væri þannig auðveldara að halda meðferðarúrræðum að þessum hópi og auka aðgengi hans að úrræðum til að draga úr eða koma í veg fyrir vímuefnanotkun sína (enda er óttinn við refsingu helsti tálmi þess að vímuefnafíklar leita sér meðferðar) .26 Refsistefnan verndar ekki börn og ungmenni Áfengisneysla og ölvunardrykkja ung­menna hefur dregist verulega saman og er áfengisneysla unglinga á Íslandi nú með því lægsta sem gerist í Evrópu . Að sama skapi hefur tekist að draga verulega úr 26 Greenwald, Glenn: Drug Decriminalization in Portugal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.