Þjóðmál - 01.06.2011, Page 61

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 61
 Þjóðmál SUmAR 2011 59 reykingum hér á landi .27 Áfengi og tóbak eru ekki ólögleg fíkniefni og lúta því ekki lögmálum refsistefnunnar . Á Íslandi er svo komið að neysla kannabisefna meðal ungmenna á aldrinum 16 til 19 ára er mun algengari hér en í nágrannalöndum okkar .28 Styrkleiki kannabisefna á Íslandi hefur aukist mjög mikið eftir að bera fór á ræktun þeirra innanlands .29 Börn og ungmenni á Íslandi njóta heiðar­ legrar og fordómalausrar fræðslu um áfengi og tóbak, þar sem skaðsemi efnanna og hugsanleg áhætta sem fylgir neyslunni eru útlistuð á yfirvegaðan hátt svo að börn og ungmenni geti dregið ályktanir og myndað sér skoðanir á þessum efnum . Forvarnir gegn ólöglegum fíkniefnum hafa sætt ákveðinni gagnrýni fyrir að vera hlutdrægar og bera jafnvel dám af hræðsluáróðri .30 Það kann að vera að forvarnir missi marks ef móttakendur upplýsinganna verða áskynja um að upplýsingarnar eru ýktar eða ekki settar fram í fyllsta heiðarleika . Mikilvægt er að forvarnirnar skili sem allra bestum árangri . Eins og fyrr segir dregur ólögmæti fíkni­ efna ekki úr aðgengi þeirra . Þetta gildir sérstaklega um börn og ungmenni, enda hefur ítrekað verið bent á það í fjölmiðlum 27 Þóroddur Bjarnason . Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði, 1995–2007 . Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri . 2009 . Bls . 21 . 28 „Þriðjungur eldri pilta hefur reykt gras þrisvar eða oftar“ . Frétablaðið 4 . apríl 2011 . Forsíða . 29 Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögreglustjóri: Síma­ viðtal 28 .4 .2011 . 30 Tupper, W . Kenneth: „Drugs, discourses and education: a critical discourse analysis of a high school drug education text .“ Discourse: Studies in the Cultural Politics of Education 2008; 29 (2) . Bls . 223–238 . að fíkniefni eru seld börnum og ungmenn­ um á skólalóðum landsins . Um er að ræða beina afleiðingu þess að de facto er engin neyslustýring á borð við aldurstakmörk á ólöglegum fíkniefnamarkaði . Refsistefnan er því verst fyrir þá sem síst skyldi . Er eitthvað sem við getum gert betur? Í þessum málaflokki gjalda ungmenni fyrir persónulegar skoðanir manna, sem hvorki eru byggðar á grundvelli vísinda, samúðar eða skynsemi, með lífi sínu . Málaflokkurinn er ekki þess eðlis, að far­ sælt sé að flækja við hann siðaskoðunum og höllum kenningum . Réttast væri að meta ástandið með yfirveguðum hætti og taka heildarstefnu í fíkniefnalöggjöfinni til endurskoðunar með hliðsjón af vís inda­ legum gögnum, staðreyndum málsins og vitnisburði sögunnar um það hvað virkar og hvað virkar ekki . Sennilega er ekki til nein aðferð til að koma algjörlega í veg fyrir neyslu fíkniefna, enda er hún fylgifiskur mannlegrar tilveru . Mikil eftirspurn virðist vera eftir breyttu vitundarástandi, hvort sem það finnst á botninum á flösku eða með öðrum hætti . Mikilvægt er að róa öllum árum að því að takmarka með skynsamlegum ákvörðunum þá skaðsemi sem neysla fíkniefna kann að hafa í för með sér . Í þessum málaflokki, sem öðrum, fyr ir­ finnst ekki einn og heilagur sannleikur um það sem virkar en eitt er þó víst, og blasir við augum allra sem vilja sjá: Refsistefnan virkar ekki .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.