Þjóðmál - 01.06.2011, Page 62
60 Þjóðmál SUmAR 2011
Bjarni Jónsson
Miðgarðsormur
Um öll Vesturlönd og í flestum öðrum iðnríkjum heims stríða menn við
sam eiginlegt vandamál, sem virðist hafa
stung ið sér niður í flestum svonefndum
þró uðum ríkjum . Hér er um að ræða of
vöxt ríkisvaldsins . Ríkisumsvifin hafa þar
að auki verið rekin með halla víða, svo að
ríkis sjóðirnir hafa safnað skuldum . Þetta
síðast nefnda vandamál magnaðist við hrun
banka kerfisins 2008, svo að ríkisskuldir
eru sums staðar orðnar sligandi . Þá hrundi
drjúgur tekjustofn ríkissjóðanna og víða
ákváðu ríkisstjórnir að bjarga bönkum frá
gjaldþroti . Reyndist þetta, ásamt tilraunum
ríkissjóðanna til að örva atvinnulífið í
kjölfarið, afar kostnaðarsamt . Er nú svo
kom ið fyrir forysturíki hins vestræna heims,
Banda ríkjum NorðurAmeríku, að þar
nema skuldir alríkisins um 100% af vergri
lands framleiðslu (VLF) .
Svo langt eru mörg Vesturlanda leidd af
ríkisþenslu og skuldahremmingum, þ .á m .
sjálf Bandaríkin, að verði ekki brugðizt hart
við strax blasir við þeim þjóðargjaldþrot .
Viðbrögðin felast í því að afskrifa hluta
skuldanna, oftast 30–70%, og veita síðan
lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS)
og/eða Evrópubankanum (ECB), eða
neyðar sjóði Evrópusambandsins (ESB)
ef um evruland er að ræða, til að standa
straum af eftirstöðvunum .
Viðkomandi ríki missir í raun við þetta
fjár hagslegt sjálfstæði sitt . Lánshæfismat
þessara ríkja hrynur niður í ruslflokk; þau
búa þess vegna við háa vexti árum saman
og vantraust annarra ríkja . Í ljósi þessa er
erfitt að átta sig á áhættumatinu, sem legið
hefur að baki þeim einbeitta vilja íslenzkra
stjórnvalda að bæta löglausum kröfum
Breta og Hollendinga frá október 2008
ofan á skuldahaug íslenzka ríkisins .
Síðan 1913, eða á um einni öld, hafa ríkisútgjöld keyrt fram úr hófi og
vaxið stjórnlaust miklu hraðar en nemur
hagvexti eða úr um 10% af VLF í um
48% af VLF í 13 viðmiðunarlöndum,
sem talin eru upp í töflu á bls . 65 . Þetta
þýðir, að fyrir hvert eitt hagvaxtarprósent
hafa ríkisútgjöld verið aukin um 5% .
Þessi þróun er með ólíkind um og er efni
í sjálfstæða rannsókn að rótar greina þessa
mein semd . Stjórnmálamennirnir, sem með
völd in hafa farið, bera að sjálf sögðu ábyrgð
á þessari óheillaþróun, en þó mismikla .
Aðal ábyrgðin liggur á herðum vinstri
manna, en stjórnmálaskoðanir þeirra voru
og eru beinlínis reistar á kenningum um,
að ríkisvaldið eigi að vera með nefið ofan
í hvers manns koppi . Jafnaðarmenn og
sam eignar sinnar hafa þess vegna þjóðnýtt
einka fyrirtæki og stofnað til alls kyns rekstr
ar á vegum ríkisins . Stórtækust er þessi
starf semi í heilbrigðisgeiranum, þar sem er