Þjóðmál - 01.06.2011, Side 64

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 64
62 Þjóðmál SUmAR 2011 námu erlendar skuldir þjóðarbúsins, án skulda innlánastofnana, 3 .078 miö . kr . eða tvöfaldri VLF . Þar af námu skuldir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, 16% . Árið 2010 var jákvæður viðskiptajöfnuður við útlönd 162,5 mia . kr . svo að ekki tæki skemmri tíma en 20 ár að greiða upp þessar skuldir með vöxtum . Skuldir ríkissjóðs árið 2010 námu 1629 miö . kr . og sama ár var halli á ríkissjóði 95 mia . kr . og tekjurnar 482 mia . kr . Til að ríkið geti snúið þessari óheillaþróun við og greitt upp skuldir sínar á 20 árum þarf að verða viðsnúningur í rekstri ríkisins um 200 mia . kr á ári . Allir ættu að vita nú, að leið aukinnar skattheimtu er ófær . Þá eru tveir kostir eftir, þ .e . sparnaður í rekstri ríkisins og hagvaxtarleiðin . Með 4% árlegum hagvexti mun hagvaxtarleiðin skila ríkissjóði að jafnaði á 20 ára skeiði a .m .k . 100 miö . kr . árlega, svo að sparnaðurinn í ríkisrekstrinum frá stöðunni 2010 þarf að nema allt að 100 miö . kr . Í næsta kafla verður fjallað um leiðir til þess, en fyrst er fróðlegt að setja ríkisútgjöldin í alþjóðlegt samhengi (sjá töflu að ofan) . Eins og sést af ofangreindri töflu fyrir árið 2009, er vandamál Íslands ekki fólgið í miklum ríkisútgjöldum í samanburði við viðmið unarlöndin 13 . Þó má sýna fram á, að hag almennings yrði betur borgið með enn lægri ríkisútgjöldum sem hlutfalli af VLF . Í viðmiðunarlöndunum í töflunni voru hlutfallsleg ríkisútgjöld lægst í Japan árið 2009 eða 40% og hæst í Hollandi, 48% . Á Íslandi námu þá ríkisútgjöld 38% af VLF . Höfuðvandamál ríkisins er skuldirnar . Árið 2009 námu þær 105% af VLF og árið eftir 106%, en til samanburðar voru þessi skuldahlutföll af VLF 44% árið 2007 og 90% árið 2008 . Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dótt­ ur hefur ekki ráðið við skuldavandann, og ný ríkisstjórn mun heldur ekki ráða við hann, nema hún innleiði nýja hugmyndafræði við hagstjórn og ríkisbúskap . Viðreisn Ýmiss konar hugmyndafræði hefur ráðið ríkjum í löndunum 14 í framangreindri töflu frá árinu 1870, er ríkisútgjöld námu að jafnaði 10% af VLF; allt frá illvígri forræðishyggju með rætur í marxisma og til frelsisanda 19 . aldarinnar með rætur Holland Austurríki Frakkland Belgía Sviss Svíþjóð Þýzkaland Bandaríkin Ítalía Kanada Stóra­Bretland Ísland Japan Spánn Meðaltal 24,5 24,4 2,3 24,0 23,5 23,0 19,9 19,8 18,0 17,0 16,0 15,9 15,5 15,0 20,1 122% 121% 121% 119% 117% 114% 99% 99% 90% 85% 80% 79% 77% 75% 100% Land Ríkisútgjöld á mann x1 .000 Bandaríkjadali Hlutfall af meðaltali

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.