Þjóðmál - 01.06.2011, Side 64
62 Þjóðmál SUmAR 2011
námu erlendar skuldir þjóðarbúsins, án
skulda innlánastofnana, 3 .078 miö . kr .
eða tvöfaldri VLF . Þar af námu skuldir
hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, 16% .
Árið 2010 var jákvæður viðskiptajöfnuður
við útlönd 162,5 mia . kr . svo að ekki tæki
skemmri tíma en 20 ár að greiða upp þessar
skuldir með vöxtum .
Skuldir ríkissjóðs árið 2010 námu 1629
miö . kr . og sama ár var halli á ríkissjóði
95 mia . kr . og tekjurnar 482 mia . kr . Til
að ríkið geti snúið þessari óheillaþróun
við og greitt upp skuldir sínar á 20 árum
þarf að verða viðsnúningur í rekstri ríkisins
um 200 mia . kr á ári . Allir ættu að vita
nú, að leið aukinnar skattheimtu er ófær .
Þá eru tveir kostir eftir, þ .e . sparnaður í
rekstri ríkisins og hagvaxtarleiðin . Með 4%
árlegum hagvexti mun hagvaxtarleiðin skila
ríkissjóði að jafnaði á 20 ára skeiði a .m .k .
100 miö . kr . árlega, svo að sparnaðurinn
í ríkisrekstrinum frá stöðunni 2010 þarf
að nema allt að 100 miö . kr . Í næsta kafla
verður fjallað um leiðir til þess, en fyrst er
fróðlegt að setja ríkisútgjöldin í alþjóðlegt
samhengi (sjá töflu að ofan) .
Eins og sést af ofangreindri töflu fyrir
árið 2009, er vandamál Íslands ekki fólgið
í miklum ríkisútgjöldum í samanburði við
viðmið unarlöndin 13 . Þó má sýna fram á,
að hag almennings yrði betur borgið með
enn lægri ríkisútgjöldum sem hlutfalli af
VLF . Í viðmiðunarlöndunum í töflunni voru
hlutfallsleg ríkisútgjöld lægst í Japan árið
2009 eða 40% og hæst í Hollandi, 48% . Á
Íslandi námu þá ríkisútgjöld 38% af VLF .
Höfuðvandamál ríkisins er skuldirnar .
Árið 2009 námu þær 105% af VLF og árið
eftir 106%, en til samanburðar voru þessi
skuldahlutföll af VLF 44% árið 2007 og 90%
árið 2008 . Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dótt
ur hefur ekki ráðið við skuldavandann, og ný
ríkisstjórn mun heldur ekki ráða við hann,
nema hún innleiði nýja hugmyndafræði við
hagstjórn og ríkisbúskap .
Viðreisn
Ýmiss konar hugmyndafræði hefur ráðið ríkjum í löndunum 14 í framangreindri
töflu frá árinu 1870, er ríkisútgjöld námu
að jafnaði 10% af VLF; allt frá illvígri
forræðishyggju með rætur í marxisma og
til frelsisanda 19 . aldarinnar með rætur
Holland
Austurríki
Frakkland
Belgía
Sviss
Svíþjóð
Þýzkaland
Bandaríkin
Ítalía
Kanada
StóraBretland
Ísland
Japan
Spánn
Meðaltal
24,5
24,4
2,3
24,0
23,5
23,0
19,9
19,8
18,0
17,0
16,0
15,9
15,5
15,0
20,1
122%
121%
121%
119%
117%
114%
99%
99%
90%
85%
80%
79%
77%
75%
100%
Land Ríkisútgjöld á mann
x1 .000 Bandaríkjadali
Hlutfall
af meðaltali