Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 65

Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 65
 Þjóðmál SUmAR 2011 63 í kenningum Adams Smiths, sem hann setti fram í Auðmagni þjóðanna í upphafi iðnbyltingar . Andóf við sívaxandi hluta ríkisútgjalda af VLF kom fram á 9 . áratug 20 . aldarinnar með Margaret Thatcher á Stóra­Bretlandi og Ronald Reagan í Bandaríkjunum, en síðan hafa ríkisumsvifin skipazt á verri veg og um þverbak keyrði við bankahrunið 2008 . Nú eiga allmargar ríkisstjórnir engra annarra kosta völ en að draga úr hefðbundnum rekstrarkostnaði til að grynnka á skuldunum, þ .m .t . sú íslenzka, því að ella stefnir í þjóðargjaldþrot á tímabilinu 2012–2020 . Til að „léttast“ verða þessar ríkisstjórnir að gera tvennt: að læra að gera meira fyrir minna, sem þýðir að nútímavæða ríkisreksturinn og að skera niður núverandi framboð, sem m .a . þýðir að skera niður ýmiss konar millifærslur . Það er mjög misjafn árangur af ríkisrekstri og með því að taka upp aðferðir þeirra, sem bezt hafa staðið sig á hverju sviði, má bæta árangurinn . Sem dæmi má nefna, að Bandaríkjamenn eyða tvöfaldri upphæð á íbúa til heilbrigðismála á við Svía, og samt er meðalaldur hærri í Svíþjóð . Kannanir á árangri skóla í Evrópu og í Bandaríkjunum sýna, að þessar stofnanir skortir ekki fé, eins og verkalýðsfélög fullyrða, heldur skortir betra vinnuafl og heimild skólastjórnenda til að innleiða hvata í starfsemina og til að segja upp óhæfu starfsfólki . Með gæðaaukningu starfseminnar og af­ kastaaukningu yrði gríðarlegur sparnaður, og þjónustan mundi batna . Öllum úttektum á ríkisstarfsemi ber saman um eftirfarandi: Stefna ber á að borga góðum starfsmönnum vel, gera árangur starfsmanna, deilda og stofn­ ana gegnsæjan, einfalda skattkerfið, stefna á kjarna starfsemi hins opinbera og skapa aðstæður fyrir frjálsa samkeppni margra aðila um að veita ríkinu þjónustu. Í Hong Kong eru t .d . 90% félagsþjónustunnar veitt af samtökum borgaranna, og ríkið borgar fyrir hana . Lengst allra í að gera meira fyrir minna hefur borgríkið Singapúr náð, en þar nema ríkisútgjöld aðeins 19% af VLF . Í Singapúr er öryggisnet fyrir borgarana á vegum ríkisins, en ríkið stundar ekki starfsemi, sem einkaaðilar geta leyst betur af hendi . Þar er í raun aðeins kjarnastarfsemi á hendi ríkisstarfsmanna, s .s . löggæzla, landvarnir, dómgæzla, stjórnarráð, seðlabanki (sem einnig mætti úthýsa að dómi sumra), skattheimta o .s .frv . Ef borgararnir þurfa á að halda þjónustu, sem ríkið hefur tekið að sér að standa straum af, fá þeir ákveðna upphæð frá ríkissjóði til að kaupa þessa þjónustu . Þeir leita þá hófanna á frjálsum markaði . Fái þeir þjónustuna ódýrari en nemur framlagi ríkisins, halda þeir mismuninum . Kaupi þeir þjónustuna hærra verði, verða þeir að standa sjálfir straum af mismuninum eða að leita til tryggingafélags síns, lífeyrissjóðs eða í sjóði verkalýðsfélags, sem þeir kunna að vera félagar í (engin skylduaðild) . Þetta fyrirkomulag Singapúrmanna eru Kínverjar nú að íhuga að taka upp hjá sér, því að þeir hafa áttað sig á, að fyrirkomulag ríkisrekstrar Vesturlanda er ósjálfbært . Fyrir Íslendinga er sjálfsagt að innleiða þetta kerfi í áföngum til að sannreyna kosti þess og mátt til sparnaðar ríkisútgjalda, til gæðaaukningar og útrýmingar biðlista . Ef innleiðing tekst, er ríkið búið að virkja markaðskerfið fyrir þá félagslegu þjónustu, sem meirihluti Alþingis hverju sinni ákveður, að vera skuli kostaður af hinu opinbera . Með þessari uppstokkun opinbers rekstrar má slá tvær flugur í einu höggi: Að varðveita aðgang allra þjóðfélagsþegna að gæðaþjónustu með minni útlátum úr sameiginlegum sjóðum . Heimildir m .a .: – The Economist, marz 2011, ítarleg umfjöllun tíma­ ritsins um bágborna stöðu hagkerfis heimsins vegna skuldasöfnunar, sem hamlar hagvexti . – Haraldur L . Haraldsson, hagfræðingur: „Er landið að rísa?“, Morgunblaðið 30 . apríl 2011 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.