Þjóðmál - 01.06.2011, Side 66

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 66
64 Þjóðmál SUmAR 2011 Björn Jón Bragason Leyndarhyggja stjórnvalda Sá sem leynir upplýsingum getur átt alls­kost ar við þann sem leyndur er upp lýs­ ing um . Á fyrri öldum voru leyndar skjala söfn (Geheimarchiv) aðalsmanna og kónga notuð sem vopnabúr og skjölin sýnd eða fal in eftir því sem hentaði valdhöfunum hverju sinni í keppni þeirra um auð og áhrif . Á upp lýsingaröld komu fram nýjar hug myndir um skjalasöfn hins opinbera og talið rétt að frjálsir og jafnir borgarar ættu aðgang að skjölum, en þannig mætti auka tiltrú al mennings á stjórnkerfinu og sporna við ger ræð is legum stjórnarháttum . Hugsjónir nýrra tíma um upplýsingarétt al mennings náðu ekki fyllilega fótfestu hér á landi fyrr en 1 . janúar 1997, en þá tóku gildi upp lýsingalög nr . 50/1996 . Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga kom fram að talið væri sjálfsagt í nútíma legum lýðræðisþjóðfélög um að almenning ur ætti þess kost að fylgjast með störfum stjórnvalda . Liður í því væri að auð­ velda að gang að upplýsingum í málum sem væru til meðferðar eða hefðu verið til með­ ferðar hjá stjórnvöldum, jafnvel þó að málin snertu ekki viðkomandi . Meðal annarra rök­ semda fyrir lagasetningunni var að lögunum væri ætlað að draga úr tortryggni almennings í garð stjórnvalda, þar sem tortryggnin ætti oft og tíðum rætur sínar að rekja til þess að upplýsingum hefði verið haldið leyndum að ósekju . Meginreglan skyldi vera sú að aðgangur yrði greiður að öllum upplýsingum, nema þeim sem sérstaklega væru undanskild ar í lögum, en til þess þyrfti þó brýnar ástæður . Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra upp lýsingalaga, en framlagning þess frum­ varps var kveikjan að þessari grein . Ég hyggst hér í fáeinum orðum segja frá reynslu minni af fram kvæmd núgildandi laga og síðan stikla á stóru í frumvarpi því sem nú hefur verið lagt fram . Of víðtækar undanþágur Lög nr . 50/1996 fólu í sér mikilsverða rétt ar bót, en þrátt fyrir það er að mínu viti kveðið á um of víðtækar undanþágur frá lög unum . Samkvæmt 4 . gr . þeirra tekur upp­ lýs ingaréttur almennings ekki til • fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnis­ greina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi; • bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað; • vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota . Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá; • umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða . Þó er skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.