Þjóðmál - 01.06.2011, Page 71
Þjóðmál SUmAR 2011 69
Frá því að Vesturlandamenn tóku um og eftir miðja tuttugustu öld að hafa
veru legar áhyggjur af umhverfi sínu, sóun
nátt úru auðlinda, mengun, spjöllum á
útivistar svæðum og útrýmingu sjaldgæfra
dýrategunda, hafa þeir staðið frammi fyrir
tveimur kostum, verndun (e . conservation)
eða friðun (e . preservation) . Vernd unar
sinnar sætta sig við það, að menn eru ófull
komnir og láta freistast, opinberir starfs
menn ekki síður en atvinnurekendur og
launþegar . Þess vegna er raunhæfast að
þeirra sögn að reyna að skipa svo málum,
að einstaklingar sjái sér hag í að vernda
náttúrugæði . Kjörorð verndunar sinna er:
Græðum á gæðum . Menn vernda það, sem
þeir eiga . Skilgreinum því betur eignar
hald einstaklinga og ábyrgð á umhverfinu,
leyfum frjáls viðskipti með náttúrugæði .
Ofnýting stafar oftast af samnýtingu, ekki
einkanýtingu .1 Það, sem allir eiga, hirðir
eng inn um . Menn taka ekki umhverfið
með í reikninginn, nema það sé verðlagt
eðli lega .2 Friðunarsinnar eru hins vegar ekki
aðeins miklu háværari en verndunarsinnar,
heldur líka miklu róttækari . Þeir vilja stöðva
umhverfisspjöll með valdboði, jafnvel þótt
það valdi saklausu fólki búsifjum . Þeir vilja
tafarlaust hætta að nýta ýmsar auðlindir,
til dæmis olíulindir og hvalastofna, banna
mengun með lagaboði, girða í skyndingu af
stór flæmi í óbyggðum, ekki síst regnskóga,
og friða algerlega sjaldgæf dýr eins og fíla
og nashyrninga . Þeir eru reknir áfram af
ótta við, að umhverfið sé að verða fyrir
varanlegum spjöllum, en ekki verði aftur
snúið . Þessi ótti friðunarsinna nærist á
ótal hrakspám, sem settar hafa verið fram
síðustu áratugi . Hér skulum við skoða
nokkrar slíkar spár í fjórum bókum, sem
komið hafa út á íslensku .
Raddir vorsins þagna
Friðunarhreyfing okkar daga hófst með gjöllum lúðrablæstri, þegar bandaríski
sjáv arlíffræðingurinn Rachel Carson gaf út
rit ið Raddir vorsins þagna haustið 1962 . Það
kom út á íslensku sumarið 1965 . Carson
blés til baráttu gegn skordýraeitri, sérstaklega
efninu DDT, en það hafði verið notað í seinni
heimsstyrjöld og eftir það gegn mýraköldu,
taugaveiki og öðrum sjúkdómum, sem ýmis
skordýr bera til manna, sérstaklega þó mý flug
ur hitabeltisins . Síðan var það notað í mikl um
mæli í bandarískum landbúnaði gegn ýmsum
sýklum, sem lögðust á nytjajurtir .3 Carson
viðurkenndi, að með DDT hefði náðst góður
árangur í viðureigninni við sjúkdóma, en
eitrið hefði ýmsar ískyggilegar aukaverkanir .
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Raddir vorsins fagna