Þjóðmál - 01.06.2011, Page 75
Þjóðmál SUmAR 2011 73
jafnvægi“ . Þessu jafnvægi mætti haga svo, að
efnislegum frumþörfum hvers einstaklings
væri fullnægt og allir ættu sama kost á að
nýta hæfileika sína . En til þess yrðu menn að
stöðva hagvöxtinn og hætta að sækjast eftir
ýmsum þeim gæðum, sem þeir teldu sjálfsögð .
Hjörleifur Guttormsson líffræðingur var einn
þeirra, sem tóku boðskapnum í Endimörkum
vaxtarins vel . Í greinasafni hans, Vistkreppu
eða náttúruvernd, sem kom út 1974, er kafli
um bókina og þær ályktanir, sem henni mætti
draga: „Von okkar hlýtur því að vera bundin
því, að okkur takist að sveigja af og forðast
árekstur í tæka tíð . Eigi það að heppnast, þýðir
ekki að einblína á tæknilausnir, heldur verður
að koma til gerbreyttur hugsunarháttur og
verðmætamat .“15 Margir voru sammála
Hjörleifi, enda vildu þeir ekki, að fyrir sér
færi eins og persneska konunginum, sem
horfði upp á hrísgrjónabirgðir sínar þrjóta
skyndilega, eða eins og lífverunum í tjörninni,
sem vatnaliljan kæfði allt í einu á þrítugasta
degi .
Gamlar fréttir:
Frá Malthusi til Myrdals
Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir, að mannkyn sé komið að einhverjum
endimörkum . Breski hagfræðingurinn
William Stanley Jevons sendi árið 1865 frá
sér bókina Kolavandann . Þar hélt hann því
fram, að Bretar gætu ekki gert ráð fyrir sömu
framförum á næstunni og þeir hefðu búið
við áratugina og jafnvel aldirnar á undan .
Kolaskortur vofði yfir . Eftir að Bretar hefðu
tæmt hinar takmörkuðu kolabirgðir sínar, og
þess væri skammt að bíða, myndu þeir missa
forystusess sinn meðal iðnaðarþjóða .16 Spá
Jevons rættist ekki . Hann reyndist vanmeta
kolabirgðir Breta og einnig nýja orkugjafa
eins og jarðolíu og vatnsföll .
Sænski hagfræðingurinn Gunnar Myrdal,
sem átti eftir að fá Nóbelsverðlaunin í grein
sinni, gaf ásamt konu sinni, Ölvu, út bókina
Fólksfjöldakreppuna árið 1934 . Þar lýsti þau
hjón yfir þungum áhyggjum af því, að fólki
myndi fækka í Svíþjóð . Þess vegna yrði ríkið
að styrkja barneignir fjárhagslega og auðvelda
barnauppeldi, meðal annars með rekstri
dagheimila og leikskóla . Jafnframt yrði með
valdboðnum ófrjósemisaðgerðum að sjá um,
að vangefið fólk og ábyrgðarlaust fjölgaði
sér ekki .17 Áhyggjur Myrdalhjónanna af
fólksfækkun reyndust ástæðulausar . Næstu
áratugi fjölgaði Svíum nokkuð eins og
grannþjóðum þeirra . Eftir það höfðu vest
rænar þjóðir áhyggjuskipti: Hættan var af
fólks fjölgun, ekki fólksfækkun . En Myrdal
var ekki af baki dottinn . Árið 1965 kvað
hann matvælaskort vofa yfir í heiminum .
Ind verjar væru þegar orðnir háðir gjafakorni
frá Bandaríkjunum .18 Hafði Myrdal með tali
sínu veruleg áhrif á íslenska bændur, sem
stór juku matvælaframleiðslu sína næstu árin
í krafti opinberra styrkja .19 Reyndist Myrdal
ekki sannspár um þetta frekar en þróun
fólksfjölda .
Löngu á undan þeim Jevons og Myrdal
hafði breski klerkurinn og hagfræðingurinn
Thomas Malthus sett fram sömu röksemd
og gengur eins og rauður þráður í gegnum
Endimörk vaxtarins og tæpt er á í ritunum
Heimi á helvegi og Óbyggðum og allsnægtum .
Hún var, að sumar þróunarlínur risu eftir
veldislögmáli, á meðan aðrar væru jafn
skrefa . Fólki fjölgaði eftir veldislögmáli,
sagði Malthus, ef sjúkdómar, hungur og
aðrar hamfarir héldu fólksfjölguninni ekki í
skefjum eins og gerst hefði á fyrri tíð . En þetta
viðbótar fólk þyrfti á ýmsum gæðum að halda,
aðallega matvælum, og framleiðsla þeirra gæti
ekki vaxið eftir veldislögmáli, heldur aðeins
jafnskrefa, er best læti . Þegar þróunarlínan,
sem lyti veldislögmáli, sveiflaðist upp yfir
jafnskrefa þróunarlínuna, yrði óhjákvæmilega
skortur á matvælum, stórfelld hungursneyð .
Breski klerkurinn hafði engin sérstök ráð