Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 81
Þjóðmál SUmAR 2011 79
Hvers vegna er nóg til
af hráefnum?
Einstök ártöl eru auðvitað aukaatriði í þessu sambandi . Aðalatriðið er, að í lík
aninu í Endimörkum vaxtarins var gert ráð fyrir
því, að neysla jarðefna yxi eftir veldislögmáli,
þar eð hún væri háð fólksfjölda, en birgðir af
þessum efnum væru endanlegar . Þess vegna
hlyti fyrr eða síðar að koma að endimörkum .
En eins og Thomas Malthus rak sig á löngu
áður, getur verið varhugavert að framreikna
þróunarlínur . Þótt einhver þróun virðist lúta
veldisvexti eitt tímabil, kann hún að taka
á sig aðra mynd eitthvert annað tímabil;
þróun, sem virðist jafnskrefa, getur líka allt í
einu breyst . Fleira veldur því, að hrakspárnar
í Endimörkum vaxtarins hafa ekki ræst . Eitt
er það, að hugtakið þekktar birgðir er ekki
fastskorðað, heldur breytanlegt . Menn
eru sífellt að finna nýjar birgðir af ýmsum
efnum . Birgðirnar eru háðar kostnaði við
að leita efnanna og nýta þau . Í annan stað
getur nýting einstakra efna eða auðlinda
batnað óháð hinum þekktu birgðum . Vegna
nýrrar tækni þurfa menn nú til dæmis miklu
minna af málmi til að smíða bíla og miklu
minna af eldsneyti til að knýja þá áfram en
fyrir fjörutíu árum . Annað dæmi er pappír:
Hans er miklu síður þörf nú en fyrir daga
Netsins . Margvísleg viðskipti eru pappírslaus .
Í þriðja lagi geta menn, einnig vegna nýrrar
tækni, endurunnið málma og önnur efni .
Ólíkt orku eyðast málmar ekki við notkun,
þótt endurvinnslu sumra þeirra sé vissulega
takmörk sett . Í fjórða lagi getur ein vara oft
komið í stað annarrar: Þegar kóbolt hækkaði
til dæmis árið 1978 í verði um 30%, gripu
menn til annarra efna til að framleiða
járnsegul og málningu, og þá lækkaði verðið
aftur .44
Þótt ýmsar hrakspár um afleiðingar
umhverfisspjalla hafi ekki ræst, vegna þess
að forsendur sjálfra spámannanna voru
hæpnar og greiningunni ábóta vant, kjósa
auðvitað allir heilbrigðir menn eins hreint
og gott umhverfi og kostur er á . Þeir stefna
að því að stöðva sóun olíulinda, fiskistofna
og annarra náttúruauðlinda, minnka eftir
föngum mengun í andrúmsloftinu, vötnum,
ám og á rúmsjó, tryggja aðgang almennings
að víðlendum og fögrum útivistarsvæðum
og vernda þokkafull dýr í útrýmingarhættu .
Lýsingar Rachel Carson, Sir Franks Frasers
Darlings og höfunda Heims á helvegi og
Endimarka vaxtarins á umhverfisspjöllum vekja
hugboð um lausnirnar . Hvað veldur ofveiði,
ofbeit og annarri ofnýtingu náttúruauðlinda?
Að enginn hefur hag af því, að þær beri sem
mestan arð til langs tíma litið, og það stafar
af því, að enginn á þessar auðlindir . Hvers
vegna úða bændur eitri á akra með þeim
afleiðingum, að fuglar á nálægum svæðum
hætta að fjölga sér? Vegna þess að þeir taka
ekki með í reikninginn kostnaðinn, sem þeir
leggja á fuglaskoðarana . Hver er ástæðan til
þess, að menn veita úrgangi í ár og stöðuvötn?
Hún er, að það borgar sig, því að enginn gætir
þessara vatna og girðir fyrir, að aðrir mengi
þau . Enginn hefur nýtingarrétt á vötnunum .
Af hverju spilla menn útivistarsvæðum, hvort
sem þau eru á fjöllum Íslands, í regnskógum
Brasilíu eða á gresjum Afríku? Af því að
enginn verndar þessi svæði . Verndun krefst
verndara . Hver er skýringin á því, að haförninn
íslenski, hvalur undan ströndum, fíll og
nashyrningur í Afríku og ýmis önnur dýr eru
í útrýmingarhættu? Hún er ekki, að menn séu
illa innrættir, heldur að ávinningurinn fyrir
þá, sem næstir eru dýrunum og mestu geta
breytt um umhverfi þeirra, er minni af því að
vernda þau en veiða .
Spámenn hafa prédikað gegn græðginni
árþúsundum saman . Það hefur engu breytt .
Hitt er miklu skynsamlegra að taka græðgina
í þjónustu umhverfisins . Hreint og gott
umhverfi þarf að borga sig . Þeir, sem ganga