Þjóðmál - 01.06.2011, Side 83

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 83
 Þjóðmál SUmAR 2011 81 Í nöp við þjóðríkið Eiríkur Bergmann: Sjálfstæð þjóð, trylltur skríll og landráðalýður, Veröld, Reykjavík 2011, 364 bls . Eftir Gústaf Níelsson Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Berg­mann er mikilvirkur í skrifum sínum, en að sama skapi ekki sérlega vandvirkur . Hann ber reyndar höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórnmálafræðinga hvað afköstin varðar, en er á svipuðu róli um vandvirkni og úrvinnslu sögulegra heimilda . Höfundur getur þess í formála að megintilgangur bókarinnar sé „að greina áhrif þjóð ernis­ hug mynda á strauma og stefnur í íslenskum stjórnmálum á lýðveldistímanum – sér í lagi þann grunn sem utanríkisstefna ís­ lenskra stjórnvalda hvílir á“ . Segja má að aðferðafræðin, sem höfundur segist styðjast við í vinnu sinni, hafi orðið til þess að heimildirnar hafi öðrum þræði borið hann ofurliði, sem gjarnan hendir þegar úrvinnsla þeirra er ófullnægjandi . En ekki verður annað sagt en að heimildaakurinn hafi verið ágætlega plægður, en sáningin eitt hvað misfarist og uppskeran eftir því . Aug ljóslega hafa höfundi verið mislagðar hendur í heimildaöflun sinni og honum yfir sést ýmislegt í því efni . Verður vikið að því síðar . Kenningasmíð er stjórnmálafræðinni afar mikilvæg, en getur stundum orðið höfundi sínum að fótakefli, ef of langt er seilst . Þetta hendir Eirík í viðleitni hans til að sýna fram á að rótgrónar þjóðernishugmyndir Íslendinga frá því á 19 . öld hafi mótað að mestu íhaldssama afstöðu stjórnmálamanna og almennings til utanríkismála allt fram á okkar daga, og ekki hvað síst afstöðuna til Evrópusambandsins . Eðlilega á sjálf stæðis­ barátta Íslands, sem tók um eitthundrað ár, sér arfleifð . Skárra væri það nú . En sú arfleifð er ekkert öðru vísi en annarra þjóða, sem brutust undan einveldi konunga og keisara og síðar undan erlendum yfirráðum, þótt Eiríkur haldi það . Og allar þjóðir eiga sér djúpar rætur í samspili tungunnar, sögunnar, trúarinnar og menningarinnar . Aftur á móti meta sjálfstæðar þjóðir hagsmuni sína með ólíkum hætti, þegar að því kemur að gerast aðilar að samtökum á borð við ESB, alveg óháð arfleifð sjálfstæðisbaráttu sinnar . Það er því beinlínis rangt, eða að minnsta kosti afar hæpið, hjá Eiríki, að arfleifð íslensku sjálfstæðisbaráttunnar standi í vegi fyrir aðild Íslands að ESB . Hér koma margvísleg önnur sjónarmið ríkja til álita . Við þurfum ekki annað en að líta á landakort Evrópu nútímans og bera það saman við kortið frá 1871 og síðan 1918, til að skilja að hugmyndin um hið fullvalda og sjálfstæða þjóðríki hefur farið sigurför um álfuna, hvað sem líður svokölluðum Evrópusamruna og þróun á þeim vettvangi . Ýmis teikn eru á lofti um Bókadómar _____________

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.