Þjóðmál - 01.06.2011, Side 86
84 Þjóðmál SUmAR 2011
ekki þróun mála og var friðelskur maður,
en hann yfirgaf ekki Sjálfstæðisflokkinn .
Sat sem bæjarfulltrúi til 1950 og var síðar
varaþingmaður flokksins 1959–1963 .
Þetta er auðvitað dæmi um margvíslega
ónákvæmni Eiríks í ritinu og hefði verið
nær að hann útskýrði hjásetu Hermanns
Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins,
í málinu . Og ýmislegt fleira mætti Eiríkur
skýra út fyrir lesendum . Tökum dæmi: „En
þegar umræðan um Keflavíkursamninginn
hófst árið 1946 og allt fram að undirritun
varnarsamningsins við Bandaríkin fimm
árum síðar var þó þverpólitísk samstaða um
það á Íslandi að erlendur her ætti ekki að
vera í landinu á friðartímum . Bandaríski
herinn fór þó ekki af landi brott fyrr en í
september 2006 .” Hér er lesandinn skilinn
eftir í einskonar tómarúmi . Hvers vegna fór
ekki herinn? Hvað var hann eiginlega að
gera hér í öll þessi ár? Og hvernig útskýrir
Eiríkur að bandarískur her var á Íslandi í
fimmtán ár eftir að kaldastríðinu lauk?
Hann lætur það ógert .
Þetta efnismikla rit er til marks um lús iðni
höfundar við öflun heimilda um hvernig
umræður og átök stjórnmálanna hafa sett
mark sitt á deilur um íslensk utanríkis
mál og hvernig Ísland nálgast umheim inn .
Þetta kallar höfundur „orð ræð[u] sjálf
stæðisbaráttunnar [sem] hefur með skýrum
hætti skilað sér inn í umræður um flestöll
utanríkismál á Íslandi“ . En hvað hefur
hann fyrir sér um þetta? Er þessi „orðræða
sjálfstæðisbaráttunnar“ ein hver óþörf
hallærisumræða? Þarf það að vekja undrun
að smáríki gefi gaum að full veldi sínu og
sjálfstæði, sem það þurfti að berjast fyrir
í heila öld, í samskiptum sínum við miklu
stærri ríki? Auðvitað ekki . Það þarf ekki að
spyrja að leikslokum fram selji smáríki hluta
af fullveldi sínu, svo ekki sé nú talað um stjórn
yfir auðlindum sínum, til ríkjasambands sem
stjórnað er af ríkari hagsmunum, en þeim sem
smáríkið hefur í forgangi . Í þessu samhengi
er ekkert óeðlilegt þótt vísað sé til Gamla
sáttmála „til að vara við samkrulli við stærri
þjóðir“ . Eiríkur Bergmann mætti hafa í huga
að missi smáþjóðin eðlilegt sjálfstraust, og þá
er ekki átt við útblásið Bessa staðasjálfstraust
útrásaráranna, er hún í hættu .
Íslendingar hafa ósmeykir tekið þátt í
umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi, allt frá
lýðveldisstofnun, og því er óþarfi að gera
lítið úr varfærni smáríkisins, þegar kemur
að umfangsmiklu framsali ríkisvalds til
ríkjabandalags á borð við ESB .
Bókin ber öll merki þess að vera ætlað
að styðja pólitísk markmið, fremur er
fræðileg . Andúð höfundar á þjóðríkinu
og þjóðernishyggju leynir sér ekki, en
sú tilfinning er mjög rík hjá áköfustu
stuðningsmönnum ESB og þeirra sem líta
svo á að þjóðríkið sé upphaf og endir alls
hins illa í samskiptum fólks .
Ljósin í norðri
Barbara Demick: Engan þarf að öfunda, Bóka
félagið Ugla, Reykjavík 2011, 336 bls .
Eftir Láru Björg Björnsdóttur
Engan þarf að öfunda er önnur bók bandarísku blaðakonunnar Barböru
Demick, sem var blaðafulltrúi Los Angeles
Times í SuðurKóreu á árunum 2001 til
2007 . Bókin fjallar um daglegt líf fólks í
NorðurKóreu og byggir á viðtölum sem
höfundur tók við flóttafólk þaðan sem hafði
tekist að komast til SuðurKóreu .
Sögurnar í bókinni eru sex talsins og nær
höfundur að flétta þeim saman í ógleymanlega
bók . Sögurnar fjalla um lífsbaráttu fólks
sem býr við gífurlegt harðræði en þær eru
ólíkar innbyrðis og hver saga hefur sinn blæ .