Þjóðmál - 01.06.2011, Page 87

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 87
 Þjóðmál SUmAR 2011 85 Söguhetjurnar eiga sér ólíkan bakgrunn, hafa ólíkar hugmyndir um lífið og tilveruna og eiga á sér ólíka drauma og markmið . Þær eiga það hinsvegar sameiginlegt að hafa allar verið þjakaðar af samviskubiti þegar þær komust loks til Suður­Kóreu og hófu nýtt líf í umhverfi sem gæti vart verið ólíkara því sem þær þekktu áður í Norður­Kóreu . Fólkið grætur það að hafa ekki komið allri fjölskyldu sinni burt eða að hafa horft upp á fólk deyja í hungursneyðinni . Þannig minnist ein söguhetjanna, Kim læknir, þess þegar hungursneyðin var sem verst á spítalanum þar sem hún vann: „Kim læknir hafði ekki byggt upp verndarhjúp til að einangra sig frá þjáningunum í kringum hana . Hún fann sársauka barnanna og þjáðist með þeim . Mörgum árum síðar spurði ég hana hvort hún myndi eftir ein­ hverjum af börnunum sem dóu þegar hún var á vakt . Hún svaraði hvasst: „Ég man eftir þeim öllum .““ Bls . 127 . Harðstjórnin í Norður­Kóreu er algjör . Reglur ná yfir allt, svo sem hárgreiðslu kvenna, klæðnað, giftingaraldur, barneignir, búsetu, atvinnu og svo framvegis . Lengi vel var bannað að selja mat á mörkuðum og ríkið sá um að skammta fólki nauðþurftir . Þegar hungursneyðin varð algjör í lok tuttugustu aldar litu stjórnvöld þó fram hjá því ef fólk reyndi að rækta grænmeti og selja . Árið 1958 byrjaði Kim Il­Sung að flokka íbúa samkvæmt svokölluðum „pólitískum áreiðanleika“ . Þetta þótti metnaðarfull tilraun til að endurskipuleggja heila þjóð . Landeignir og fé fólks var gert upptækt og þeir sem þóttu vera með óæskileg tengsl við Bandaríkin eða Japan, flóttamenn frá Suður­ Kóreu, kaþólikkar eða búddatrúarmenn, svo eitthvað sé nefnt, töldust til fjand­ mannastéttar . Þessu fólki var bannað að búa í „fyrirmyndarborginni“ Pyongyang og á bestu landssvæðunum í suðri . Bryti fólk „reglurnar“ var því refsað með langri vist í vinnubúðum við hörmulegar aðstæður . Njósnarar voru alls staðar og nóg var að segja nafn Kim Il­Sung í óvönduðum tóni og þá var hætt við að sagt yrði til fólks . Veggirnir höfðu bókstaflega eyru en algengt var að nágrannar klöguðu hvern annan og jafnvel ættingjar og elskhugar sömuleiðis . Við lestur bókarinnar fær les­ and inn lifandi innsýn inn í hug­ mynda heim Norður­Kóreu búa en ekki eru til margar bækur sem lýsa jafn vel og nákvæmlega lífs hlaupi og lífs baráttu fólks í Norður­Kóreu . Við vinnslu bókar innar bar höfundur frá sagnir söguhetjanna sex saman við aðrar heimildir um sögu sviðið og samfélagsmynstrið í landinu, og notaði sem ítarefni fjölda viðtala sem hún tók við aðra norður­kóreska flóttamenn frá sömu bæjum og borgum . Sögur fólksins lýsa eins og flóðljós upp úr þeirri annars dökku slikju sem liggur yfir sjálfu sögusviðinu . Myrkur er reyndar gegnum gangandi stef í sögunum því raf­ magn er takmarkað í Norður­Kóreu . Á síðasta áratug tuttugustu aldar var rafmagn nánast tekið af öllu landinu, fram að því höfðu Sovétríkin útvegað landinu ódýrt eldsneyti en það breyttist við fall þeirra . Rafmagnsleysinu fylgdi bæði myrkur og eymd en það færði fólkinu jafnframt örlítið frelsi . Frelsið fólst til dæmis í því að hægt var að fara í göngutúr að nóttu til og hitta þar forboðna ást og hvíslast á . Við fáum að kynnast dæmi af slíku í átakanlegri sögu af Mí­ran og Jun­sang . Frá því að þau voru unglingar stálust þau í göngutúra seint um kvöld og notuðu myrkrið til að fá frið . En

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.