Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 89
Þjóðmál SUmAR 2011 87
Reynslan af þessum fundum varð til
þess að ég beitti mér fyrir því árið 1988 að
stofnað var til samstarfs Morgunblaðsins við
Árna Böðvarsson, málfarsráðunaut ríkis
útvarpsins, um gerð ritreglna . Komu þær
út á vegum Morgunblaðsins og RÚV undir
heitinu Málfar í fjölmiðlum og
var kverið ætlað starfsmönnum
þessara fjölmiðla en ekki til
almennrar útgáfu . Árni vildi láta
reyna á efnið áður en hann sendi
það frá sér í bók . Hún kom út
hjá Almenna bóka félaginu árið
1992 og heitir Íslenskt málfar .
Í formála bókarinnar segir
Árni frá því að árið 1955 hafi
hann tekið saman 39 blað
síðna fjölritaðan bækling
handa Morgunblaðinu sem hét
Leið beiningar um málfar . Las Árni blaðið
daglega í nokkur missiri vegna málfarsins
og sendi blaða mönn unum athugasemdir
sínar . Stóð Sigurður Nordal prófessor fyrir
sam komu lagi um þetta við Valtý Stefánsson
ritstjóra .
Ég þekkti ekki reglurnar frá 1955 þegar
ég starfaði á Morgunblaðinu um 30 árum
síðar og vafalaust hefðu þær að ýmsu
leyti þótt úr sér gengnar þegar við blaða
mennirnir ræddum frágang blaðsins á
níunda áratugnum . Margt í reglum af þessu
tagi breytist í tímans rás . Það vitum við sem
höfum hætt að skrifa z og búum við allt
aðrar reglur til dæmis um kommur en við
lærðum í skóla . Þá hefur tölvutæknin haft
mikil áhrif á útlit og gerð texta .
Að hinni nýju Handbók um íslensku
hefur verið unnið undir stjórn ritnefndar
innan Stofnunar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum (Árnastofnunar) frá
sumri 2007 . Í ritnefndinni sátu Ari Páll
Kristinsson rannsóknardósent, Guð rún
Kvaran prófessor og Gunnlaugur Ingólfs
son rannsóknardósent . Jóhannes B . Sig
tryggsson, verkefnisstjóri á Árnastofnun og
MA í íslenskri málfræði, ritstýrði bókinni .
Mark mið stofnunarinnar er að handbókin
verði endurnýjuð reglulega .
Handbókin skiptist í tvo aðalhluta: I.
Málnotkun, stafsetning og ritun og II. Um
íslenskt mál. Fyrri kaflinn
er stærri og þar er að finna
hagnýta kafla í stafrófsröð . Til
að auðvelda notkun bókarinnar
er yfirlit yfir kaflaheiti á
saurblöðum hennar fremst
og aftast . Í lok bókarinnar er
einnig ítarleg atriðisorðaskrá .
Ber allur frágangur með sér að
vel hefur verið hugað að því
að auðvelda lesanda sem mest
notkun bókarinnar .
Hinir hagnýtu kaflar í
stafrófsröð í fyrri hluta bókarinnar eru
misjafnlega langir . Kaflinn um stóran staf
og lítinn er með hinum lengri enda eru
álitamálin mörg . Þar segir á einum stað: „Í
styttu eða breyttu sérnafni getur verið val um
lítinn eða stóran upphafsstaf .“ Nefnd eru
nokkur dæmi: Háskóli Íslands = háskólinn
eða Háskólinn; Hellisheiði = heiðin eða
Heiðin; Hæstiréttur Íslands = hæstiréttur eða
Hæstiréttur . Hér mætti einnig nefna Alþingi
Íslendinga = alþingi eða Alþingi . Þá segir: „Í
tilvikum sem þessum verður að gæta vel að
hefð og samræmi . Sú hefð hefur myndast
í opinberum skjölum að yfirstofnanir
hafi stóran staf en undirstofnanir lítinn .“
Þessu til skýringingar er nefnt dæmið:
Stjórnarráð, það er með stóru S og síðan
fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið
með litlum upphafsstöfum . Ég vissi ekki
um þessa hefð fyrr en ég las um hana í
handbókinni, enda er ég „vinur litla stafsins“
og forðast stóran staf .
Kaflanum um stóran og lítinn staf lýkur
á þessum orðum: „Þegar óvissa eða valfrelsi
ríkir um stóran eða lítinn upphafsstaf skal