Þjóðmál - 01.06.2011, Side 91

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 91
 Þjóðmál SUmAR 2011 89 á árunum 1999–2001 komu víða um lönd út stórir og þykkir doðrantar um öldina og helstu viðburði hennar . Í mörgum tilvikum var þarna um að ræða yfirlitsrit þar sem áhersla var ekki síður lögð á myndefni en texta, en einnig voru gefin út vönduð rit þar sem höfundar fjölluðu um sögu 20 . aldarinnar á fræðilegan hátt og freistuðu þess að greina helstu viðburði hennar, orsakir þeirra og af­ leiðingar . Í þessum ritum, hin­ um almennu jafnt sem hin um fræðilegu, var því oft hald ið fram að 20 . öldin hafi ver­ ið róstusamari, öfgafyllri og við burða ríkari en aðrar aldir mann kynssögunnar . Færðu við ­ komandi höfundar mörg og mis jafnlega sannfærandi rök því mati sínu til stuðnings . Hér verður engin afstaða tek­ in til þessara full yrðinga, en hitt fer ekki á milli mála, að 20 . öldin var viðburðarík og ærið agasöm . Hún hófst með átökum og skærum víða um heim og síðan braust fyrri heims ­ styrjöldin út og stóð í full fimm ár . Styr jöldin mótaði mjög alla sögu aldarinnar og sama máli gegndi um atburði, sem urðu á styr jald­ ar ár un um, ekki síst byltinguna í Rússlandi . Um rússnesku byltinguna hefur meira verið skrifað en um flesta aðra atburði á 20 . öld . Lengi framan skiptust þeir, sem um byltinguna fjölluðu, í tvo meginhópa . Í öðrum voru þeir sem fögnuðu byltingunni og töldu hana hafa markað tímamót í sögu mannkynsins, upphaf nýs dags, eins og einn höfundur komst að orði . Þeir, sem þannig litu á málin, voru undantekningarlítið hlynntir Sovétríkjunum og lögðu margir áherslu á að skrifa um það sem þeir kölluðu „októberbyltinguna“ en hirtu minna um aðdragandann . Í hinum hópnum voru höfundar sem voru andsnúnir byltingunni og Sovétríkjunum af ýmsum ástæðum og fundu hvorutveggja flest til foráttu . Í þeim hópi voru ýmsir vestrænir menntamenn, sem höfðu aðhyllst kommúnisma á yngri árum, en orðið viðskila við flokk og félaga af ýmsum ástæðum . Skrif flestra höfunda úr báðum hópum voru sama marki brennd og hljóta að teljast harla frumstæð sagnfræði . Höfundarnir liðu fyrir skort á traustum frumheimildum og vitneskja flestra þeirra um byltinguna, aðdraganda hennar og einstök atriði var í raun takmörkuð . Hún byggðist á tiltölulega fáum og oft ótraustum heimildum, oftast endurminningum og frásögnum landflótta Rússa, Sögu rússnesku byltingarinnar eftir Leon Trotskij, ritum nokk­ urra Vesturlandabúa sem höfðu dvalist í Rússlandi á byltingar­ tímanum, fáeinum handritum sem tekist hafði að smygla úr landi, við tölum við flóttamenn og loks opinberum söguritum sovéskra yfirvalda sem fáir tóku reyndar mark á . Afleiðingin varð sú að ritsmíðar fræðimanna í báðum hópum einkenndust af takmarkaðri vitneskju, stjórn mála­ skoðunum (og fordómum) þeirra sjálfra og heimildarmanna þeirra og oft reyndu menn að geta í eyður þar sem þekkinguna þraut . Fyrir vikið át hver upp eftir öðrum, vinstrisinnaðir höfundar margtuggu sömu goðsagnirnar, sem oft voru runnar undan rifjum sovéskra yfirvalda, en menn í hinum hópnum andmæltu og reyndu stundum að draga dár að einfeldni hinna og trúgirni . Báðir fóru tíðum villur vegar þegar þeir reyndu að fjalla af skynsamlegu viti um mál sem þeir vissu í raun ósköp lítið um . Þetta tók ekki að breytast fyrir alvöru fyrr en eftir fall Sovétríkjanna . Þá fengu fræðimenn, vestrænir og aðrir þeir sem ekki höfðu verið sérstakir trúnaðarmenn Kommúnistaflokks

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.