Þjóðmál - 01.06.2011, Page 94

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 94
92 Þjóðmál SUmAR 2011 í Mexíkó .“ Það sýnir vel, hversu laginn sá höfundur var að bregða sér úr einu dulargervinu í annað, að Sverrir skyldi trúa þessu . Enginn André Simone var til, heldur var þetta eitt af mörgum dulnefnum, sem Otto Katz notaði, þýskumælandi gyðingur frá Tékkóslóvakíu, sem starfaði aðallega að áróðursmálum fyrir alþjóðahreyfingu kommúnista árin milli stríða . Nú er komin út fróðleg og fjörlega skrifuð ævisaga hans eftir breska rithöfundinn Jonathan Miles og fæst í Eymundsson við Austurstræti . Otto Katz fæddist í litlu þorpi í Bæheimi 1895 og gerðist ungur ákafur kommúnisti, ef til vill vegna þess að hægri stefna var þá oft tengd við gyðingaofsóknir . Hann ólst upp í Prag, en fluttist eftir Norðurálfuófriðinn mikla 1914–1918 til Berlínar . Katz var vörpulegur maður á velli, mjúkmáll og hafði kvenhylli . Lék það orð á, að ein ástkona hans á Berlínarárunum hefði verið söngkonan Marlene Dietrich . Katz kynnt­ ist einnig í Berlín enska rit höfund inum Christopher Isherwood, en í kvikmyndinni Cabaret var notaður söguþráður og söguhetjur úr skáldsögum Isher woods um Berlín fyrir valdatöku nasista, Mr Norris Changes Trains og Goodbye to Berlin . Er hugsanlegt, að Katz sé ein fyrirmynd kommúnistans Bayers í sögunni . Í Berlín starfaði Katz fyrir áróðursmeistara kommúnista, Willi Münzenberg, sem þeir Bryn jólfur Bjarnason og Hendrik Ottósson kynnt ust, þegar þeir sóttu annað þing Kominterns 1920 . Münzenberg var hinn óþreytandi áróðursmeistari kommúnista um heim allan, eins konar Göbbels fyrir tíð Göbbels . Halldór Laxness lýsti Münzenberg eftirminnilega í Skáldatíma, en íslenska skáldið hitti Münzenberg í Berlín 1932, þegar það reyndi að útvega sér boðsferð til Ráðstjórnarríkjanna, og gaf Münzenberg því leiðarbréf, svo að allar leiðir opnuðust austur . Á meðan Otto Katz vann fyrir Münzenberg, gaf hann sér tíma til að þýða úr tékknesku á þýsku skáldsöguna Anna. Das Mädchen vom Lande eftir landa sinn, Ivan Olbracht . Í ritdómi um Sölku Völku 1932 skrifaði Einar Olgeirsson, að Laxness ætti frekar að skrifa slíkar öreigasögur en háð um baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum . Og það gerði Laxness, því að söguþráður og söguhetjur Atómstöðvarinnar 1948 er tekið beint úr skáldsögu Olbrachts í þýsku þýðingunni, eins og sjá má, þegar þessar tvær sögur eru lesnar saman . Hefur sú ábending mín valdið íslenska Halldórseigendafélaginu ómældri gremju . Katz kom því við íslenska bókmenntasögu, þótt í litlu væri . Undir stjórn Münzenbergs, sem fluttist til Parísar eftir valdatöku nasista, starfaði Otto Katz með ungverskum gyðingi, sem þá var sannfærður kommúnisti, Artur Koestler, en átti eftir að snúast og skrifaði þá skáldsöguna Myrkur um miðjan dag um sýndarréttarhöld kommúnista og ásamt öðrum greinasafnið Guðinn sem brást, og hafa báðar þær bækur komið út á íslensku . Katz var hins vegar ætíð dyggur kommúnisti, og er talið, að hann hafi njósnað um yfirmann sinn, Münzenberg, fyrir öryggislögreglu Stalíns, NKVD . Lentu þeir Katz og Koestler í ýmsum ævintýrum í borgarastríðinu á Spáni, eins og rakið er í bók Miles . Um skeið dvaldist Katz í Bandaríkjunum og sinnti þá undirróðri í kvikmyndaiðnaðinum . Þá kynntist hann vel rithöfundinum Lillian Hellman, og kann söguhetjan Muller í leikriti hennar, sem gerð var kvikmynd eftir, The Watch on the Rhine, að vera sniðin eftir Katz . Einnig halda sumir því fram, að Laszlo í kvikmyndinni Casablanca beri svip af Katz . Í stríðinu 1939–1945 dvaldist Otto Katz aðallega í Mexíkó . Hann sneri síðan til heimalands síns, Tékkóslóvakíu, þar sem

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.