Þjóðmál - 01.06.2011, Page 96
94 Þjóðmál SUmAR 2011
Nestor íslenskra
sagnfræðinga
Aðalgeir Kristjánsson: Bókabylting 18. aldar.
Fræðastörf og bókaútgáfa upplýsingarmanna . Karl
Jóhann Garðarsson bjó til útgáfu . Ritsafn Sagn
fræðistofnunar 44 . Ritstjóri: Guðmundur Jóns
son . Háskólaútgáfan, Reykjavík 2008 . 166 bls .
Eftir Jón Þ . Þór
Á tjánda öldin hefur hlotið lakari eftirmæli í íslenskri söguritun en
flest önnur tímabil í sögu þjóðarinnar .
Í Íslandssögunni lifir öldin
átjánda sem tímabil hnignunar,
verslunareinokunar, harðinda og
náttúruhamfara . Engin ástæða
er til að gera lítið úr þessum
þáttum, en átjánda öldin var
ekki einungis öld harðinda og
niðurlægingar . Hún var einnig
tímabil nýrrar hugsunar og
merkilegra nýjunga sem sumar
hverjar báru þó ekki sýnilegan
ávöxt fyrr en á nítjándu öld .
Í evrópskri menningarsögu
er átjándu aldarinnar ekki síst minnst sem
tímabils Upp lýs ing arinnar, sem sumir
fræði menn líta á sem upphaf nú tím ans .
Hvað sem því líður er víst, að átjánda öldin
var tímabil mikilla rannsókna og fram fara
á fjölmörgum sviðum vísinda og fræða og
nutu flestar vísindagreinar góðs af .
Í Danmörku er upplýsingaröldin al
mennt talin hefjast með stofnun Danska
vísinda félagsins, Det Kongelige Danske
Viden skabernes Selskab, árið 1742 . Félagið
hrinti þegar á fyrstu starfsárum sínum af
stað margskyns rannsóknarverkefnum, sem
tóku til alls danska konungsríkisins, þ . á m .
Íslands . Á vegum félagsins og í samstarfi
við það voru farnar margar rannsóknaferðir
og leiðangrar til Íslands, til könnunar á
landsháttum og náttúru landsins . Árangur
þeirra birtist ekki síst í rækilegum ferðabókum
og öðrum ritum um Ísland og er Ferðabók
Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
þeirra þekktust . Einnig var útgáfa íslenskra
fornrita lífleg í Kaupmannahöfn á síðara
helmingi átjándu aldar, ýmist fyrir atbeina
Vísindafélagsins og í samstarfi við það, eða
á vegum annarra, ekki síst Árnanefndar . Ber
þá að hafa í huga, að í mörgum tilvikum
komu sömu menn að starfi margra félaga og
stofnana og starfsemin var oft samofin, svo
erfitt er að greina hver átti hvað . Kórónan á
útgáfu rita er snertu Ísland og íslenska sögu
og út komu á átjándu öld var
hins vegar tvímælalaust útgáfa
Kirkjusögu Finns biskups
Jónssonar, Historia Eccelesistica
Islandiae, sem kom út í fjórum
bindum í Kaupmannahöfn
á árunum 1772–1778 .
Kirkjusagan er eitt mesta afrek
í íslenskri sagnaritun, fyrr og
síðar, en þar sem hún er rituð
á latínu og hefur aldrei verið
þýdd í heild á annað mál nýtist
hún aðeins fáum nú á dögum .
Útgáfa og tildrög helstu rita um Ísland og
íslenska menningu í Kaupmannahöfn á síðara
helm ingi átjándu aldar, hvort sem var á veg
um Danska vísindafélagsins, Árnanefndar
eða annarra aðila, er viðfangsefni Aðalgeirs
Kristjánssonar í þessari bók . Hann rekur til
drög og sögu hverrar útgáfu af nákvæmni,
fjallar um bækurnar og höfunda þeirra þar
sem það á við og bregður jafnframt ljósi
á baksviðið, menningariðju Íslendinga í
Kaup mannahöfn og samstarf þeirra við
Dani . Víða hefur hann þann háttinn á að
birta kafla úr frumheimildum og öðrum
gögnum og er að því mikill fróðleiksauki .
Bókarhöfundur, Aðalgeir Kristjánsson,
má með sanni teljast nestor íslenskra sagn