Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 96

Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 96
94 Þjóðmál SUmAR 2011 Nestor íslenskra sagnfræðinga Aðalgeir Kristjánsson: Bókabylting 18. aldar. Fræðastörf og bókaútgáfa upplýsingarmanna . Karl Jóhann Garðarsson bjó til útgáfu . Ritsafn Sagn­ fræðistofnunar 44 . Ritstjóri: Guðmundur Jóns­ son . Háskólaútgáfan, Reykjavík 2008 . 166 bls . Eftir Jón Þ . Þór Á tjánda öldin hefur hlotið lakari eftirmæli í íslenskri söguritun en flest önnur tímabil í sögu þjóðarinnar . Í Íslandssögunni lifir öldin átjánda sem tímabil hnignunar, verslunareinokunar, harðinda og náttúruhamfara . Engin ástæða er til að gera lítið úr þessum þáttum, en átjánda öldin var ekki einungis öld harðinda og niðurlægingar . Hún var einnig tímabil nýrrar hugsunar og merkilegra nýjunga sem sumar hverjar báru þó ekki sýnilegan ávöxt fyrr en á nítjándu öld . Í evrópskri menningarsögu er átjándu aldarinnar ekki síst minnst sem tímabils Upp lýs ing arinnar, sem sumir fræði menn líta á sem upphaf nú tím ans . Hvað sem því líður er víst, að átjánda öldin var tímabil mikilla rannsókna og fram fara á fjölmörgum sviðum vísinda og fræða og nutu flestar vísindagreinar góðs af . Í Danmörku er upplýsingaröldin al­ mennt talin hefjast með stofnun Danska vísinda félagsins, Det Kongelige Danske Viden skabernes Selskab, árið 1742 . Félagið hrinti þegar á fyrstu starfsárum sínum af stað margskyns rannsóknarverkefnum, sem tóku til alls danska konungsríkisins, þ . á m . Íslands . Á vegum félagsins og í samstarfi við það voru farnar margar rannsóknaferðir og leiðangrar til Íslands, til könnunar á landsháttum og náttúru landsins . Árangur þeirra birtist ekki síst í rækilegum ferðabókum og öðrum ritum um Ísland og er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar þeirra þekktust . Einnig var útgáfa íslenskra fornrita lífleg í Kaupmannahöfn á síðara helmingi átjándu aldar, ýmist fyrir atbeina Vísindafélagsins og í samstarfi við það, eða á vegum annarra, ekki síst Árnanefndar . Ber þá að hafa í huga, að í mörgum tilvikum komu sömu menn að starfi margra félaga og stofnana og starfsemin var oft samofin, svo erfitt er að greina hver átti hvað . Kórónan á útgáfu rita er snertu Ísland og íslenska sögu og út komu á átjándu öld var hins vegar tvímælalaust útgáfa Kirkjusögu Finns biskups Jónssonar, Historia Eccelesistica Islandiae, sem kom út í fjórum bindum í Kaupmannahöfn á árunum 1772–1778 . Kirkjusagan er eitt mesta afrek í íslenskri sagnaritun, fyrr og síðar, en þar sem hún er rituð á latínu og hefur aldrei verið þýdd í heild á annað mál nýtist hún aðeins fáum nú á dögum . Útgáfa og tildrög helstu rita um Ísland og íslenska menningu í Kaupmannahöfn á síðara helm ingi átjándu aldar, hvort sem var á veg­ um Danska vísindafélagsins, Árnanefndar eða annarra aðila, er viðfangsefni Aðalgeirs Kristjánssonar í þessari bók . Hann rekur til­ drög og sögu hverrar útgáfu af nákvæmni, fjallar um bækurnar og höfunda þeirra þar sem það á við og bregður jafnframt ljósi á baksviðið, menningariðju Íslendinga í Kaup mannahöfn og samstarf þeirra við Dani . Víða hefur hann þann háttinn á að birta kafla úr frumheimildum og öðrum gögnum og er að því mikill fróðleiksauki . Bókarhöfundur, Aðalgeir Kristjánsson, má með sanni teljast nestor íslenskra sagn­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.