Þjóðmál - 01.09.2011, Side 46

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 46
44 Þjóðmál HAUST 2011 Þar sem ég hef starfað við kennslu í hartnær aldarfjórðung, lengst af á fram- haldsskólastigi, fæ ég jafnan spurninguna hvort hinn eða þessi framhaldsskóli sé betri eða verri en einhver annar . Ég er vanur að svara því til að hvað varðar inntak náms og kennsluhætti sé vart hægt að benda á mikinn mun . Framhaldsskólarnir fylgja allir námskrá menntamálaráðuneytisins, ekki ein ungis hvað varðar námslýsingar heldur einnig hve mörgum einingum nemendum er gert að ljúka í hinum ýmsu fögum á hinum mis mun andi brautum . Gildir þá einu hvort um er að ræða hefðbundið bóknám til stúdentsprófs eða verk- og tækninám til sveins prófs . Þetta er áhyggjuefni þar sem búast mætti við meiri fjölbreytni af hálfu fram haldss kólanna þar sem fjöldi þeirra er þó um þrjátíu . Er MR bestur? Engu að síður standa margir í þeirri trú að nokkrir skólar standi upp úr, a .m .k . hvað undirbúning undir háskólanám snertir . Eru þá gjarna nefndir gömlu menntaskólarnir, þ .e . þeir sem leiddu brautina á sínum tíma og búa við sterka hefð svo sem eins og MR, Verzló og MH . Að sama skapi er því haldið fram að ýmsir aðrir framhaldsskólar skili ekki af sér eins vel búnum nemendum undir háskólastigið, og svo eru skólar allt þar á milli . Því er eðlilegt að spurt sé: Er fjölbreytnin ekki nógu mikil úr því að hægt er að benda á góða skóla, slæma skóla og miðlungskóla innan um alla þessa þrjátíu framhaldsskóla? Svarið er nei, af tveimur ástæðum . Í fyrsta lagi er lítið hægt að segja til um mun á framhaldsskólum hvað varðar undirbúning fyrir háskólanám þegar ekki er tekið tillit til ólíkrar samsetningar nemenda á milli skólanna . Þannig er vitað að sumir skólar (sbr . ofangreindir skólar) hafa notið þeirra forréttinda, m .a . vegna sterkrar hefðar og eðlislægrar íhaldssemi foreldra, að geta valið inn nemendur á grundvelli einkunna úr grunnskóla og því hægur leikur að skila þeim þannig áfram sem fyrirmyndar- nemendum upp í háskólana . Þeir sem þekkja eitthvað til menntarannsókna hér heima og erlendis vita að grunnnámsfærni nemenda ræður mestu um frammistöðu þeirra en ekki skólinn sem slíkur . Nemandi sem fær 9 á samræmdu prófi í stærðfræði er svo að segja jafnlíklegur til að standa Guðmundur Edgarsson Einkaframtak á framhaldsskólastigi

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.