Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 5

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 5
4 Þjóðmál VETUR 2011 Vafalaust hefur það verið reiknað út hvert þjóðhagslegt gildi jólahaldsins er . Það er áreiðanlega umtalsvert . Hagvöxturinn hlýtur að hafa gagn og gott af þeirri miklu verslun og viðskiptum sem jólahaldinu tengjast, og svo bætast við hinir margvíslegu menn ingaratburðir sem hljóta að hafa marg feldisáhrif út í hagkerfið . Um þetta geta menn áreiðanlega verið sammála . En mér finnst undrum sæta hve menn eru einatt tilbúnir að draga úr, niðra og lítils virða þau áhrif sem hin kristna trú og kirkja hefur á hag og velferð landsmanna, sam félag og menningu . Það kemur ekki fram í vísitölum og verður enda ekki mælt á neinn venjulegan mælikvarða . Verðmæti þess verður áreiðanlega ekki ljóst fyrr en þess nýtur ekki lengur við . Við tökum ekki eftir því þegar síðasti farfuglinn kveður og síðasta lauf sumarsins er fallið að mold . Allt í einu er söngurinn þagnaður, hauströkkrið yfir og allt um kring . Eins verður það þegar áhrifum kristninnar er bægt frá, þegar uppeldi í trú er ekki sinnt, þegar bænarmálið þagnar, þegar virðing- unni fyrir því heilaga er vikið til hliðar, þá leggst guðleysið yfir . Djákni í einni af kirkjum höfuðborgar- inn ar heimsótti leikskólana fyrir jólin og ræddi við börnin um jólaboðskapinn — þetta var áður en Reykjavíkurborg brást við meintum háska trúaruppeldis og áhrifa á ómótuð skólabörn og bannaði heimsóknir kirkjunnar þjóna . Hún spurði börnin: „Hvar eru jólin?“ Lítil stúlka rétti upp hönd: „Í Smáralind!“ „Nei,“ sagði djákninn, „jólin eru í hjartanu á okkur .“ „Jaá,“ sagði þá sú litla, „þetta þarf ég að segja henni mömmu . Hún veit það ekki!“ „Þessa hátíð gefur okkur Guð . Guð, hann skapar allan lífsfögnuð . . . “ kenndi mamma þjóðskáldsins, Matthíasar Jochumss onar, drengj unum sínum og hann fékk aldrei full nóg þakkað þá gæfu . Ekkert mannrétt- inda ráð var til að slá á munninn á henni er hún kenndi þeim hið „eilífa’ og stóra, kraft og trú“ og „gaf mér svo guðlegar myndir“ . Hún vissi, eins og mömmurnar í þessu landi hafa einatt vitað og allt til þessa dags, að það sem mestu varðar og dýrmætast er, það er Guð, og trúin, vonin og kærleikurinn og gleðin sem hann gefur . Það eru ómetanleg verð mæti . Með kerfisbundnum hætti virðist nú vera unnið að andlegu og trúarlegu ólæsi á sama tíma og fjölbreytni trúarbragða eykst og sýnileiki þeirra á vettvangi dagsins . Ólæsi og fáfræði verður gróðrarstía fordóma og á því þurfum við síst að halda . Karl Sigurbjörnsson Verðmæti Jólahugleiðing
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.