Þjóðmál - 01.12.2011, Side 7
6 Þjóðmál VETUR 2011
fólk á auðvelt með að syngja með englunum,
og hrópa síðan með múgnum: „Krossfestu!“
og formæla með böðlunum . Það virðist svo
auðvelt að hrífast með bylgju tilfinninganna
og taka undir með fjöldanum . Trú er vissu-
lega oft og iðulega notuð sem handbendi
ofstækis, haturs og hefnda . Það á líka við um
van-trú og guðleysi, sem einatt kemur fram
af engu minna ofstæki en trúarlegir bók-
stafshyggjumenn auðsýna . Allt sem mann-
eskjunni er mikils virði, allt sem snertir
dýpstu sálarstrengi er auðvelt að misnota
og afvegaleiða . Eru ekki ótal illvirki unnin í
nafni göfugustu tilfinninga svo sem ástar og
trúar? En það merkir ekki að nauðsynlegt sé
að útrýma því eða ýta út úr almanna rým-
inu . Öðru nær . Þetta snýst öllu heldur um
að varðveita dómgreind og skynsemi, og
leita þess og rækta það sem stuðlar að visku,
virðingu, mannúð og náungakærleika . Það
er verkefni safnaðanna, kirkjunnar sem
miðlar því með sögu og hefðum, táknum
og söngvum, list og iðkun sem setur fram
hin háleitu markmið og skýru sýn sem við
leitum og þiggjum í samfélagi þvert á allt
sem aðskilur .
Jólin og páskarnir, hin kristna saga um jötuna og krossinn og upprisuna, gefur
viðmið og fótfestu sem ómetanleg eru .
Jólin grípa til strengjanna sem innst og dýpst
liggja . Þau segja sögu sem öðrum þræði er
sagan um þig og það sem mestu varðar, Guð,
áhrif hans, vald og mátt . Ef þú útilokar það
frá sjálfum þér, ef þú lokar á þá vídd trúar sem
hvetur þig að líta gagnrýnum augum á sjálfan
þig, sjálfselsku, stolt og þröngsýni, og útilokar
þig frá þeim áhrifum og farvegum sem greiða
fyrirgefningunni veg og þeim friði sem eng-
inn mannlegur máttur megnar að höndla af
eigin hvötum og mætti, þá ertu illa staddur .
Jólasagan segir söguna um Guð og mann,
um þig og mig og hinn æðsta mátt . Hún er
hugljúf og látlaus saga, barnslega einföld en
jafnframt svo djúp að ævin endist manni seint
til að kafa dýpt hennar . Við fáum enn á ný að
heyra þá sögu um þessi jól, njóta hennar með
söng og list og ljóði, hefðum og venjum sem
beina sjónum okkar til birtu, gleði, vonar og
friðar Guðs, hans sem var í jötu lagður lágt
og er frelsarinn, Kristur Drottinn . Og það eru
verðmæti dýrmætari en allt .
Gleðileg jól .
Gullnáma af ævintýrum í einnar mílu hæð í Villta vestrinu
Denver í Colorado, við rætur Klettafjalla, er lifandi og öflug verslunar-, menningar,- íþrótta- og
útivistarborg – heillandi staður undir bláum himni þar sem sólin skín 300 daga á ári.
200 útivistarsvæði og garðar, 90 golfvellir. Stutt til frábærra skíða- og
útivistarsvæða eins og Aspen og Vail. Ein af öflugustu íþróttaborgum
Bandaríkjanna, heimabær Denver Nuggets (NBA) og Denver Broncos (NFL).
Icelandair kynnir nýjan áfangastað:
DenVer, ColoraDo
Nýr áfangastaður Icelandair í Banda ríkj unum. Segul mögnuð heims borg fyrir sæl kera
og fagu rkera, náttúru skoð ara, útivi star fólk, skíða menn, fjalla menn, kylf inga og alla hina.