Þjóðmál - 01.12.2011, Page 23

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 23
22 Þjóðmál VETUR 2011 Ragnar F . Ólafsson* Gallar innstæðutrygginga- kerfis Evrópu þessara takmarkana varð að fullu ljóst . Rann sóknir bandarískra fræðimanna sýndu að samskonar kerfi höfðu ekki orðið langlíf í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna . Í ljósi þessara hönnunargalla varð ennþá fráleitara fyrir mér og öðrum í InDefence, að íslenska þjóðin skyldi taka það á sig að stoppa í göt þessa kerfis með ríkisábyrgð, sem hvergi er áskilin í evrópsku tilskipuninni . Í vetur er áformað að Alþingi taki afstöðu til nýs frumvarps um innstæðutryggingar . En þótt fyrirhugaðar breytingar séu að for- skrift Evrópusambandsins, þá bera þær ekki með sér að sambandið hafi dregið mikinn lær dóm af fjármálakreppunni og íslenska hrun inu . Vikið verður stuttlega að tak mörk- unum frum varpsins í ljósi gagnrýninnar á núver andi innstæðutryggingakerfi . Gallar innstæðu - tryggingakerfisins Geta tryggingasjóða ESB-landanna til þess að greiða út tryggðar innstæður vegna bankagjaldþrota var metin og borin saman í ýtarlegri skýrslu framkvæmdastjórn- ar ESB frá 2008 (sjá Investigating the efficiency of EU Deposit Guarantee Schemes, 2008) . Skýrsluhöfundar gerðu ráð fyrir mis- Það voru ekki séríslenskir gallar á innstæðutryggingakerfinu sem urðu til þess að Tryggingasjóður innstæðu eig- enda og fjárfesta (TIF) gat ekki staðið við skuld bindingar sínar árið 2008 þegar stóru bankarnir féllu . Í engu Evrópulandi hefði tryggingasjóðurinn getað staðið við skuld bindingar sínar við slíkar aðstæður og raunar þarf miklu minna áfall til þess að inn stæðutryggingasjóðir í Evrópu eigi í verulegum vandræðum . Í nýútkominni bók um Icesave-samn- ingana minnist höfundur bókarinnar, Sigurður Már Jónsson, á þau orð Wouter Bos, þáverandi fjármálaráðherra Hollands, að innstæðutryggingakerfi Evrópu væri ekki ætlað að ráða við kerfishrun, aðeins fall einstakra banka . Sama sjónarmið kom fram í skýrslu franska seðlabankans og víðar . Þessi viðhorf voru vafalaust nokkur huggun þeim, sem fannst „Ísland hafa brugðist“ og samningamenn okkar hefðu þurft að hafa þessi atriði á takteinum strax frá upphafi, svo þau mættu nýtast í viðræðum . En það var ekki fyrr en ég fór að leita uppi skýrslur á netinu og kynna mér efni þeirra, ásamt öðrum félögum í InDefence, að eðli _______________ Höf . er meðlimur í InDefence .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.