Þjóðmál - 01.12.2011, Side 29
28 Þjóðmál VETUR 2011
Áárum síðari heimsstyrjaldarinnar áttu leiðtogar flestra helstu styrjaldar þjóð-
anna sér vel varin og oft víggirt afdrep .
Þar gátu þeir leitað skjóls, falist og jafnvel
stýrt löndum sínum og herjum þótt aðrar
bækistöðvar þeirra væru í rúst, umsetnar
eða jafnvel herteknar af óvinum . Oft voru
þessi afdrep niðurgrafin, og þá svo djúpt að
þau voru örugg fyrir sprengjum og skothríð
óvinaherja, hvort sem var úr lofti, af landi
eða legi . Frægast og stórbrotnast slíkra
húsakynna var byrgi Hitlers í Berlín, en
aðrir stríðsleiðtogar áttu einnig sín byrgi
þótt sögur af þeim hafi ekki farið jafn hátt .
Austur á Volgubökkum, við ármót
fljótanna Volgu og Samara, stendur borgin
Samara . Hún er ævagömul og er nú sjötta
stærsta borg Rússlands með tæplega 1,2
milljónir íbúa og miðstöð menningar,
stjórnsýslu og iðnaðar á svæðinu . Fyrir
hrun Sovétríkjanna var Samara lengi „lokuð
borg“, sem útlendingar fengu ekki að koma
til . Þar var mikil hergagnaframleiðsla, og
þar voru smíðaðar geimflaugar og hvers
kyns tæki og tól sem tengdust geimferðum
Sovétmanna . Einnig voru, og eru, í borginni
Jón Þ . Þór
Byrgi Stalíns í Samara
Inngangurinn í byrgi Stalíns í Samara . Elín Guðmundsdóttir tók myndirnar sem birtar eru með greininni .