Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 31
30 Þjóðmál VETUR 2011
Eftir fall Sovétríkjanna tóku nýir hús-ráðendur við byggingunni . Þeir veittu
fljótlega athygli heldur óhrjálegri hurð á
vegg, sem sneri út í húsagarð og lítið bar á .
Þegar þeir spurðu að hverju hún væri, fengu
þeir þau svör að hurðin hefði aldrei verið
opnuð svo menn myndu til en talið væri að
hún væri að sorpgeymslu . Nýju mennirnir
voru forvitnir og reyndu að opna hurðina .
Það gekk treglega, enda hurðin rammlæst
og hjarir allar kolryðgaðar . Að lokum tókst
þó að brjótast inn og það sem þá blasti við
var allt annað en sorpgeymsla .
Fyrst komu menn inn á langan gang og
síðan tóku við stigar niður í jörðina, alls
sjö hæðir, og var sú neðsta 38 metra undir
yfirborði jarðar . Á hverri hæð voru herbergi
búin húsgögnum og ýmsum þægindum
frá því um 1940 og á þeirri neðstu var
fullbúin skrifstofa með skrifborði, síma og
ýmsum fleiri tækjum . Þar var einnig sófi
og hægindastóll og á veggjum voru falskir
gluggar, svo þeir sem inni voru fyndu sem
minnst fyrir því að þeir voru djúpt í iðrum
jarðar . Inn af skrifstofunni, sem augljóslega
hafði verið ætluð Jósef Stalín, var stórt
herbergi með fundarborði og stólum fyrir tíu
til tuttugu manns, og á veggjum herráðskort
sem sýndu stöðu herja, þýskra og sovéskra, í
Sovétríkjunum nálægt áramótunum 1941–
1942 . Ljóst var af öllu, að þarna gátu Stalín
og nánustu samstarfsmenn hans hafst við
svo vikum og jafnvel mánuðum skipti .
Þá sem fyrstir komu þarna niður árið
1991 rak í rogastans . Smám saman náðu
menn áttum og tóku að leita upplýsinga .
Þá tókst að finna gamla og fróða konu sem
rámaði til þess að hafa heyrt hvíslað um
það á árinu 1941, að verið væri að útbúa
neðanjarðarbyrgi fyrir félaga Stalín og aðra
æðstu menn ríkisins, þar sem þeir gætu hafst
við og stjórnað stríðsrekstrinum, ef þeir
neyddust til að yfirgefa Moskvu . Til þess
kom þó aldrei og engar öruggar heimildir
eru fyrir því að Stalín hafi nokkru sinni
komið í byrgið í Kúbisjev . Einhverjar sögur
gengu að vísu um að til hans hefði sést á
þessum slóðum á árunum 1941–1942, en
þær hafa aldrei verið staðfestar .
Hálf öld leið frá því byrgi Stalíns var gert
og þar til tilvist þess varð kunn . Nú er það
safn og þangað kemur fjöldi ferðamanna á
ári hverju . Samara fékk aftur sitt fyrra nafn
á síðasta áratug 20 . aldar, eftir fall Sovét-
ríkjanna, og nú geta allir sem vilja heimsótt
þessa fallegu borg .
Greinarhöfundur við skrifborð Stalíns í
byrginu í Samara . Að baki honum má
sjá annan falska gluggann í herberginu .