Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 52
Þjóðmál VETUR 2011 51
Snorri G . Bergsson
Á byltingarslóðum
Kaflabrot úr bókinni Roðinn í austri *
Hendrik Ottósson og Brynjólfur Bjarna son héldu sambandi við Willi
Münzenberg þegar heim var
komið frá Moskvu . Í kjöl-
farið fékk Hendrik boð frá
Alþjóðasambandi ung komm-
únista (KJI) um að sækja
þing sambandsins á Ítalíu í
marsmánuði [1921], en ís-
lenski ungkommúnista hóp ur-
inn var á meðal þeirra deilda
KJI, sem boðið var til þings
með fullan tillögu- og kosn-
ingarétt . Samkvæmt boðs-
bréfi nu yrði þingið haldið í
Mílanó, þar sem óformleg
ungliðaráðstefna hafði verið
haldin árið áður .1 Hendrik boðaði þá til
sín nokkra félaga, „sem fylgdu að málum
kommúnistum og byltingunni í Rússlandi“ .
Skytt urnar þrjár [Jón Thoroddsen, Sigurður
Grímsson og Stefán Jóhann Stefánsson]
komu einna helst til greina og lagði hann
til að Jón Thoroddsen myndi sækja þingið .
Jón færðist undan sökum anna og því varð
úr ráði að Sigurður Grímsson færi að þessu
sinni .2 „Það reyndist líka erfitt um vik að
______________
* Snorri G . Bergsson: Roðinn í austri. Alþýðuflokkurinn,
Komintern og kommúnistahreyfingin á Íslandi 1919–1924.
Bókafélagið Ugla, Reykjavík 2011 .
halda þetta þing í Berlín,“ sagði Brynjólfur
Bjarnason, „því að það var undir stöðugu
eftirliti og áreitni yfirvalda og
loks komu boð frá Komintern í
Moskvu um að ljúka því þar . En
Münzenberg vildi ekki fallast á
það .“3* Sigurður fékk vegabréf
til fararinnar til Danmerkur,
þaðan áfram til Þýskalands,
Sviss og Ítalíu, og aftur til baka .
Sigfús Blöndahl, ræðismaður
Þýskalands í Reykjavík, veitti
honum meðmælabréf til Þýska-
lands, án þess reyndar að vita
erindið . Sigurður hélt því utan
á 2 . heimsþing KJI og ætlaði
Brynjólfur Bjarnason, sem
Münzen berg hafði jafn framt boðið til leiks,
einnig að taka þar þátt . Lítið hefur verið
minnst á þennan merka atburð í íslenskum
sögubókum, þrátt fyrir ítarlegar frásagnir
Sigurðar af bæði ferðalaginu og þinghaldinu
sjálfu .4**
* Frásögn Brynjólfs Bjarnasonar af þinginu var röng, enda sótti
hann það ekki, þrátt fyrir að hafa gefið annað í skyn . Greini legt
er, að hann lét sannleiksgildi ekki þvælast mikið fyrir sér, eins
og víða má sjá hér í þessu riti . (Sjá einnig Einar Ólafsson: Bryn
jólfur Bjarnason: pólítísk ævisaga (Rvík, 1989), 74 .)
** Eftirfarandi frásögn er tekin frá Sigurði Grímssyni (sjá
tilvís anir aftanmáls) og annarra heimilda þá aðeins getið í
við bótum, beinum tilvitnunum eða þegar leiðrétta þarf frá-
sögnina í ljósi frumheimilda og traustari frásagna .