Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 54
Þjóðmál VETUR 2011 53
heimsþing ungkommúnista stóð nú fyrir
dyrum .
2 . heimsþing ungkommúnista
Öðru heimsþingi Alþjóðasambands ung kommúnista svipaði í mörgu til
stofn þingsins í nóvember 1919 . Þá höfðu
Münz en berg og félagar hans orðið að
flytja þingið frá Búdapest til Weimar og
áfram til Berlínar, þar sem þingfundir fóru
fram á laun vegna aðgerða lögreglunnar .12
Svipað var uppi á teningnum nú . Þingið
var því fært frá Ítalíu til Þýskalands vegna
ákveðinna vandamála, sem þar höfðu
komið upp vegna óláta . Norski ungliðinn
Arvid Hansen var þá kominn til Ítalíu og
vitnaði Alþýðublaðið í skrif hans þaðan:
„Fascistarnir, sem orðnir eru all fjölmennir
og vel vopnaðir, ráðast á fundi verkamanna,
hvar sem er, og skjóta þá fundarmenn
miskunarlaust . Lögreglan leggur að sér
hendur og horfir á, en stjórnin fórnar
höndum til himins og læzt við ekkert ráða,
enda þótt það sé öllum lýðum ljóst, að hún
stendur að baki þessum óaldarflokkum og
styrkir þá í laumi .“13
Trúlega hefur heimferð Brynjólfs orsakast
af því, að hann hafði aðeins nokkurra
daga dvalarleyfi í Þýskalandi, enda höfðu
þeir félagar ætlað nánast beint áfram til
Ítalíu . Hann hefur tæpast viljað berjast við
skriffinnskukerfi þýska ríkisins eða vekja
óþarfa athygli á sér . En Sigurður hafði
komið um langan veg og leitaði því allra
ráða til að verða um kyrrt . Hann sendi nú
skeyti til þýska sendiráðsins í Höfn og fór
fram á framlengingu á dvalarleyfi sínu, en
var jafnharðan neitað:
Morguninn eftir, um áttaleytið, var drepið
á dyr hjá mér all harkalega og inn gengu
tveir menn þungbúnir mjög . Þeir báðust þó
kurteislega afsökunar á því, að raska ró minni
svo árla morguns . Kváðust þeir vera þýzkir
leyni lögreglumenn og sýndu mér skilríki fyrir
Willi Münzenberg . Brynjólfur Bjarnason .