Þjóðmál - 01.12.2011, Side 64
Þjóðmál VETUR 2011 63
Gunnar Þórðarson
Indriði Indriðason
Um John Maynard Keynes
og Almennu kenninguna
Það er athyglisvert að rifja upp rúmlega sjötíu ára meistaraverk Keynes, Al mennu
kenninguna um atvinnu, vexti og pen inga
(The General Theory Of Employ ment, Interest
and Money, útg . 1936) í ljósi um ræðu um
skuldasöfnun vestrænna ríkja í dag .
Bókin hafði mikil áhrif á sínum tíma og
höf undurinn, hagfræðingurinn John Mayn-
ard Keynes, hefur verið talinn einn af áhrifa-
mestu einstaklingum síðustu aldar og bók
hans talin það rit sem mest áhrif hefur haft á
þróun þjóðfélaga í Evrópu á síðustu öld .
John Maynard Keynes fæddist í Cam-
bridge á Englandi 1883, sonur hagfræðings
og prófessors við Cambridge-háskóla,
John Neville Keynes . Hann fékk fyrsta
flokks menntun í Eton og Cambridge en
áhugamálin lágu víða . Hann féll illa að
staðl aðri fyrirmynd hagfræðinga samtímans
enda margt sem fangaði hug hans, t .d .
listir, en hann gekk undir gælunafninu
„listvinurinn“ meðal samnemenda sinna
í Eton og Cambridge . Að loknu námi tók
hann mikinn þátt í listalífi Lundúna og var
í vinfengi við marga þekktustu listamenn
landsins í gegnum svokallaðan Bloomsbury-
hóp . Þar kynntist hann meðal annars
Virginíu Woolf, George Bernhard Shaw og
listmálaranum Duncan Grant, en við hann
átti Keynes í ástarsambandi framan af ævi .
Keynes gekk ungur í þjónustu breska
ríkisins . Hann var m .a . sendur til starfa
hjá breska landstjóranum á Indlandi . Þegar
heimsstyrjöldin fyrri skall á réðst hann
til breska fjármálaráðuneytisins . Við lok
styrjaldarinnar var hann skipaður í nefnd
sem fór til Parísar til að ganga frá Versala-
s amningunum við uppgjöf Þjóðverja .
Eftir heimkomu þaðan gagnrýndi hann
ein strengingslegar kröfur sigurvegaranna,
Frakka, Breta og Bandaríkjamanna, og var-
aði við gríðarlegum stríðsskaðabótum sem
Þjóðverjum var gert að greiða . Hann taldi
að þær myndu einungis ýta undir ofstæki
og skapa jarðveg fyrir öfgahópa . Friðar-
samn ingunum gerði hann skil í frægri bók,
Hinar hagrænu afleiðingar friðarins (The
Economic Consequences of the Peace, útg .
1919) og eftir seinni heimsstyrjöldina voru
viðvaranir Keynes hafðar að leiðarljósi við
uppgjöf Þjóðverja .
Eftir seinni heims styrjöldina fór hann fyrir bresku sendinefndinni á ráð-