Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 68

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 68
 Þjóðmál VETUR 2011 67 þá keðjuverkun gjaldþrota sem því fylgdi .* Bankann skorti ekki völd eða getu til þess að útvega bönkum fjármuni með tryggingu í útlánum enda var það eitt helsta hlutverk hans . Hefði Seðlabanki Bandaríkjanna stöðvað útstreymi úr bönkunum og komið í veg fyrir bylgju bankagjaldþrota hefði kreppan aldrei náð þeim hæðum sem raunin varð . Peningamagn í Bandaríkjunum dróst saman um þriðjung frá því í júlí 1929 til mars 1933 og tveir þriðju þess samdráttar urðu eftir að Bretar féllu frá gullfæti til að tryggja enska pundið .** Óhætt er að segja að ríki Vesturlanda hafi brugðist við með gerólíkum hætti eftir hrunið 2008 . Þá lögðu þau áherslu á að koma í veg fyrir bankaáhlaup þar sem ríkisvaldið tryggði inneignir í bönkum og getu þeirra til að standa við útgreiðslur, kæmi til þess . Í framhaldinu hafa Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, gripið til keynesisma með því að dæla peningum inn i hagkerfið með peningaprentun og lágum stýrivöxtum . Til þessa hafði skuldasöfnun Banda ríkj- anna aðallega verið bundin við stríðs kostn- að, fyrir utan kostnaðinn við New Deal- stefnu Roosevelts, einmitt eftir krepp una miklu . Í upphafi tuttugustu aldar voru skuldir ríkisins (Federal Debt) innan við 10% af þjóðarframleiðslu . Eftir krepp una miklu og „New Deal“ jukust skuldir mikið * Þorvaldur Gylfason (1990) . ** Friedman (1982) . en það var þó í seinni heims styrjöldinni sem þær náðu nýjum hæðum, eða 122% af þjóðar framleiðslu . Næstu 35 árin lækk uðu skuldir umtalsvert sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu þar til Reagan hóf loka orustuna í kalda stríðinu og opinberar skuld ir fóru yfir 60% af þjóðar framleiðslu . Stríðið gegn hryðju verka mönnum kostaði hins vegar sitt . Steininn tók þó úr eftir 2008 þegar Obama, í samræmi við keynes ísk ráð, hóf stjórnlausa peningaprentun til að auka eftir spurn í hagkerfinu í viðleitni sinni til að minnka atvinnuleysi og auka hagvöxt í Banda ríkjunum .*** Á sínum tíma gagnrýndi Milton Fried- man kenningar Keynes harkalega, fyrst undir merkjum peningahyggju (monetar- ism) en síðan undir merkjum ný-klassískrar hagfræði . Magn peninga í umferð hefur orðið mörgum hagfræðingnum um hugs- unar efni í gegnum aldirnar og er peninga- magns kenningin (Quantity Theory of Money) að minnsta kosti 500 ára gömul og gæti verið komin frá tímum Konfúsíusar .**** Adam Smith líkti peningamagni við fljót sem rynni í árfarveg og ef of mikið magn væri látið í hann (árfarveginn) myndi eðlilega fljóta yfir bakkana .***** Samkvæmt klassísku módeli eru laun og verðlag fullkomlega breytileg . Ef ríkið eykur umsvif sín er tvennt sem getur gerst: *** http://www .usgovernmentspending .com/spending_ chart_1900_2016USp_12s1li011lcn_H0f_US_Federal_ Debt_Since_#copypaste **** Begg et al (2000) . ***** Haraldur Jónsson (2000) . Ríkisskuldir í Bandaríkjunum 1900–2016 . Þær aukast með auknum umsvifum ríkisins í efnahagslífinu, ekki síst auknum hernaðarútgjöldum . Heimild: usgovernmentspending.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.