Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 68
Þjóðmál VETUR 2011 67
þá keðjuverkun gjaldþrota sem því fylgdi .*
Bankann skorti ekki völd eða getu til þess
að útvega bönkum fjármuni með tryggingu
í útlánum enda var það eitt helsta hlutverk
hans . Hefði Seðlabanki Bandaríkjanna
stöðvað útstreymi úr bönkunum og komið
í veg fyrir bylgju bankagjaldþrota hefði
kreppan aldrei náð þeim hæðum sem raunin
varð . Peningamagn í Bandaríkjunum dróst
saman um þriðjung frá því í júlí 1929 til
mars 1933 og tveir þriðju þess samdráttar
urðu eftir að Bretar féllu frá gullfæti til að
tryggja enska pundið .**
Óhætt er að segja að ríki Vesturlanda hafi brugðist við með gerólíkum hætti
eftir hrunið 2008 . Þá lögðu þau áherslu á
að koma í veg fyrir bankaáhlaup þar sem
ríkisvaldið tryggði inneignir í bönkum og
getu þeirra til að standa við útgreiðslur, kæmi
til þess . Í framhaldinu hafa Vesturlönd, með
Bandaríkin í broddi fylkingar, gripið til
keynesisma með því að dæla peningum inn
i hagkerfið með peningaprentun og lágum
stýrivöxtum .
Til þessa hafði skuldasöfnun Banda ríkj-
anna aðallega verið bundin við stríðs kostn-
að, fyrir utan kostnaðinn við New Deal-
stefnu Roosevelts, einmitt eftir krepp una
miklu . Í upphafi tuttugustu aldar voru
skuldir ríkisins (Federal Debt) innan við
10% af þjóðarframleiðslu . Eftir krepp una
miklu og „New Deal“ jukust skuldir mikið
* Þorvaldur Gylfason (1990) .
** Friedman (1982) .
en það var þó í seinni heims styrjöldinni
sem þær náðu nýjum hæðum, eða 122% af
þjóðar framleiðslu . Næstu 35 árin lækk uðu
skuldir umtalsvert sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu þar til Reagan hóf loka orustuna
í kalda stríðinu og opinberar skuld ir fóru
yfir 60% af þjóðar framleiðslu . Stríðið gegn
hryðju verka mönnum kostaði hins vegar
sitt . Steininn tók þó úr eftir 2008 þegar
Obama, í samræmi við keynes ísk ráð, hóf
stjórnlausa peningaprentun til að auka
eftir spurn í hagkerfinu í viðleitni sinni til
að minnka atvinnuleysi og auka hagvöxt í
Banda ríkjunum .***
Á sínum tíma gagnrýndi Milton Fried-
man kenningar Keynes harkalega, fyrst
undir merkjum peningahyggju (monetar-
ism) en síðan undir merkjum ný-klassískrar
hagfræði . Magn peninga í umferð hefur
orðið mörgum hagfræðingnum um hugs-
unar efni í gegnum aldirnar og er peninga-
magns kenningin (Quantity Theory of
Money) að minnsta kosti 500 ára gömul og
gæti verið komin frá tímum Konfúsíusar .****
Adam Smith líkti peningamagni við fljót
sem rynni í árfarveg og ef of mikið magn
væri látið í hann (árfarveginn) myndi
eðlilega fljóta yfir bakkana .*****
Samkvæmt klassísku módeli eru laun
og verðlag fullkomlega breytileg . Ef ríkið
eykur umsvif sín er tvennt sem getur gerst:
*** http://www .usgovernmentspending .com/spending_
chart_1900_2016USp_12s1li011lcn_H0f_US_Federal_
Debt_Since_#copypaste
**** Begg et al (2000) .
***** Haraldur Jónsson (2000) .
Ríkisskuldir í Bandaríkjunum 1900–2016 .
Þær aukast með auknum umsvifum
ríkisins í efnahagslífinu, ekki síst auknum
hernaðarútgjöldum .
Heimild:
usgovernmentspending.com