Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 70
Þjóðmál VETUR 2011 69
Íslandssagan geymir ýmis dæmi þess að erlendir
menn sækist eftir ítökum í
land inu . Sagan sýnir einnig
að tengja má slík áform við
land fræðilega og stjórnmálalega strauma
sem eru hluti af mun stærri breytingum en
við blasa þegar litið er á málið frá þröngu
íslensku sjónarhorni .
Hér eru teknir saman nokkrir þræðir
sem tengjast áformum Kínverjans Huangs
Nubos um að eignast Grímsstaði á Fjöllum
fyrir 1 milljarð króna . Áformin vöktu
athygli fjölmiðlamanna um heim allan í
ágúst 2011 og einnig þegar þau urðu að
engu undir lok nóvember 2011 . Í niðurlagi
úttektarinnar eru dregnar nokkrar ályktanir
af sögu málsins .
*
Hinn 26 . nóvember 2011 tilkynnti Huang Nubo, kínverskur fjárfestir,
að hann hefði fallið frá fyrirætlunum sínum
um fjárfestingar á Íslandi . Nubo hafði í
hyggju að eignast Grímsstaði á Fjöllum og
breyta 300 ferkílómetra landi í náttúru- og
umhverfisjörð fyrir ferðamenn .
Daginn áður, föstudaginn 25 . nóvember
2011, birti Ögmundur Jónas son innan-
ríkisráðherra svar sitt við beiðni Beijing
Zhongkun Investment Group, félags í eigu
Nubos, frá 31 . ágúst 2011,
um að veitt yrði undanþága
frá lögum vegna kaupa á hlut í
jörðinni Grímsstöðum á Fjöll-
um . Vegna umfjöllunar um
málið tók innan ríkis ráðuneytið fram eftir -
far andi:
Um heimild til að öðlast eignarrétt eða
afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi er nánar
fjallað í lögum um eignarrétt og afnotarétt
fasteigna nr . 19/1966 með síðari breytingum .
Í samræmi við 4 . tölul . 1 . mgr . 1 . gr . laganna
er félagi þar sem enginn félaga ber fulla
ábyrgð á skuldum félagsins eða stofnun
óheimilt að eignast eignarrétt eða afnotarétt
yfir fasteignum hér á landi nema félagið eða
stofnunin eigi heimilisfang og varnarþing
á Íslandi og allir stjórnendur séu íslenskir
ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi
samfellt í a .m .k . fimm ár . Í hlutafélögum
skulu 4/5 hlutar hlutafjár vera eign íslenskra
ríkisborgara og íslenskir ríkisborgarar fara
með meirihluta atkvæða á hluthafafundum . Í
þessu felst nánar að sé þess óskað að hlutafélag
fái að eignast fasteign hér á landi, og það fellur
ekki undir undantekningarákvæði 1 . tölul .
eða 2 . tölul . 4 . mgr . 1 . gr . laga nr . 19/1966,
þarf það að uppfylla eftirtalin fjögur skilyrði
laganna til að svo geti orðið:
1 . Félagið skal eiga heimilisfang og
varnarþing á Íslandi .
2 . Allir stjórnendur félagsins skulu vera
íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á
Ís landi í a .m .k . fimm ár .
Grímsstaðir á Fjöllum
í hnattrænni togstreitu
ÞJÓÐMÁL
• ÚTTEKT •