Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 70
 Þjóðmál VETUR 2011 69 Íslandssagan geymir ýmis dæmi þess að erlendir menn sækist eftir ítökum í land inu . Sagan sýnir einnig að tengja má slík áform við land fræðilega og stjórnmálalega strauma sem eru hluti af mun stærri breytingum en við blasa þegar litið er á málið frá þröngu íslensku sjónarhorni . Hér eru teknir saman nokkrir þræðir sem tengjast áformum Kínverjans Huangs Nubos um að eignast Grímsstaði á Fjöllum fyrir 1 milljarð króna . Áformin vöktu athygli fjölmiðlamanna um heim allan í ágúst 2011 og einnig þegar þau urðu að engu undir lok nóvember 2011 . Í niðurlagi úttektarinnar eru dregnar nokkrar ályktanir af sögu málsins . * Hinn 26 . nóvember 2011 tilkynnti Huang Nubo, kínverskur fjárfestir, að hann hefði fallið frá fyrirætlunum sínum um fjárfestingar á Íslandi . Nubo hafði í hyggju að eignast Grímsstaði á Fjöllum og breyta 300 ferkílómetra landi í náttúru- og umhverfisjörð fyrir ferðamenn . Daginn áður, föstudaginn 25 . nóvember 2011, birti Ögmundur Jónas son innan- ríkisráðherra svar sitt við beiðni Beijing Zhongkun Investment Group, félags í eigu Nubos, frá 31 . ágúst 2011, um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni Grímsstöðum á Fjöll- um . Vegna umfjöllunar um málið tók innan ríkis ráðuneytið fram eftir - far andi: Um heimild til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi er nánar fjallað í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr . 19/1966 með síðari breytingum . Í samræmi við 4 . tölul . 1 . mgr . 1 . gr . laganna er félagi þar sem enginn félaga ber fulla ábyrgð á skuldum félagsins eða stofnun óheimilt að eignast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi nema félagið eða stofnunin eigi heimilisfang og varnarþing á Íslandi og allir stjórnendur séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í a .m .k . fimm ár . Í hlutafélögum skulu 4/5 hlutar hlutafjár vera eign íslenskra ríkisborgara og íslenskir ríkisborgarar fara með meirihluta atkvæða á hluthafafundum . Í þessu felst nánar að sé þess óskað að hlutafélag fái að eignast fasteign hér á landi, og það fellur ekki undir undantekningarákvæði 1 . tölul . eða 2 . tölul . 4 . mgr . 1 . gr . laga nr . 19/1966, þarf það að uppfylla eftirtalin fjögur skilyrði laganna til að svo geti orðið: 1 . Félagið skal eiga heimilisfang og varnarþing á Íslandi . 2 . Allir stjórnendur félagsins skulu vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Ís landi í a .m .k . fimm ár . Grímsstaðir á Fjöllum í hnattrænni togstreitu ÞJÓÐMÁL • ÚTTEKT •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.