Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 94
Þjóðmál VETUR 2011 93
um sjósókn og útgerðarhætti . Þriðji kafli
rekur þróun byggðar og mannlífs . Fjórði kafli
er um verslun og samgöngur . Fimmti kafl inn
fjallar um kristnihald og kirkjur í sókn um
svæðisins . Í bókarlok er síðan at burða annáll
1701 til 1800 . Í þessu bindi er Ólaf ur Stefáns-
son, síðar stiftamtmaður, mjög áber andi, en
hann var um langt árabil stærsti jarð eigandi á
svæðinu og umsvifamikill í út gerð .
Eins og þessi lýsing á uppbyggingu
og efnisinnihaldi Sögu Akraness ber með
sér er feiknarlegt efni til umfjöllunar, en
það er tekið mjög skipulegum tökum og
samræmi er á milli beggja bindanna hvað
varðar framsetningu . Auk megintextans
hefur höfundur víða skotið inn stuttum
greinum um menn og atburði, stundum í
fréttastíl, og er það oft ágætlega heppnað .
Þá eru bindin bæði ríkulega myndskreytt og
höfundur hefur að auki unnið mikinn fjölda
myndrita sem sýna skiptingu, hlutföll og
þróun margra efnisþátta sem um er fjallað .
Höfundur virðist hafa þaulkannað allar
frumheimildir um efnið . Margt er hér
dregið fram úr skjalasöfnum sem aldrei áður
hefur verið birt eða út af lagt . Þótt skoðanir
verði skiptar um ályktanir höfundar og
túlkanir á mörgum sviðum eins og gengur,
er ljóst að með þessu riti sem nú er komið út
hefur verið unnið þrekvirki í sagnfræðilegri
rannsókn . Akurnesingar hafa eignast veg-
lega byggðarsögu .
Gagnleg umfjöllun
Tómas Ingi Olrich: Ísland og ESB. Bókafélagið
Ugla, Reykjavík 2011, 96 bls .
Eftir Ólaf Egilsson
Það var hið þarfasta framtak hjá Tómasi Inga Olrich (TIO), að rita flokk 15
greina um ESB í Morgunblaðið sl . sumar .
Ekki er síður gagnlegt að umfjöllun hans
skuli vera komin út í handhægu riti hjá
forlaginu Uglu .
TIO lýsir að miklu leyti þróun sem hann
hefur fylgst með jafnharðan og hún gerðist .
Þá hefur hann í störfum sínum síðari árin átt
náinn aðgang að mönnum og meðferð mála,
sem dýpkað hafa innsýn hans og skilning á
kjarnaatriðum . Loks setur skýr framsetning
hins reynda menntaskólakennara ánægjulegt
mark á bókina .
Þegar ríkisstjórnin — að þjóðinni for-
spurðri — leitar fyrir sér um að skila í hendur
útlendinga forræði sumra mikilsverðustu
mála hennar, sem kynslóðir börðust fyrir
að ná inn í landið, er mikils virði að eiga
aðgang að staðgóðum fróðleik um efnið .
Nóg er á kreiki af óskhyggju og óraunsæi .
Óháð því hvort Ísland hefði hag af aðild að
ESB stendur það, að evrópska samruna ferlið
hefur skilað ríkulegum árangri . Framsýn-
um hugsjónamönnum og þjóðaleiðtogum
lánaðist skref fyrir skref að flétta svo saman
efnahagslega hagsmuni fyrrum stríðsríkja
álfunnar, að ekki hefur komið til vopnaðra
átaka þeirra í milli . Þessu ferli er mjög vel
lýst og því hvernig Þýskaland og Frakkland
hafa verið og eru þungamiðja ESB, en
síðan Ítalía og Bretland, þótt sérstaða þess
síðarnefnda sé töluverð (m .a . utan bæði
evru- og Schengen-samstarfs) .
Ástæður fyrir aðild annarra ríkja álfunnar
að ESB koma skýrt fram . Þær eru af
mismunandi toga, einkum þó nálægð
við höfuðríkin (t .d . Benelux-löndin —
„[Luxemborg] dæmist til að vera í ESB
vegna legu, sögu og menningar“ (bls . 27))
eða rótgróinn uggur ríkjanna í austurhluta
álfunnar við stóran nágranna sinn . „Skrefið
stigu Finnar þegar stórveldið í austri var í
upplausn og framtíðin óljósari en nokkru
sinni fyrr“ (bls . 50–51) . Allar þjóðirnar
hafa gengið í ESB með væntingar um aukna
velferð . — En Sviss, Noregi og Íslandi hefur