Þjóðmál - 01.12.2011, Page 95
94 Þjóðmál VETUR 2011
án aðildar vegnað betur en flestum eða
öllum ríkjum ESB .
Óhjákvæmilega vekur frásögn bókar innar
af þróun samvinnunnar allt frá stofnun
Kola- og stálbandalagsins 1951, Rómar sátt-
málanum 1957 og fram til Lissabon-samn-
ingsins 2007 til umhugsunar um hvernig
vald yfir mikilsverðum málum þjóðanna í
Evrópu hefur í æ ríkara mæli fjarlægst fólk ið
í aðildarlöndunum án lýðræðislegra ákvarð-
ana þess sjálfs . TIO gerir því
eðlilega að um talsefni hinn
„svokallaða lýðræðislega halla-
rekstur Evrópusambandsins
. . . Vandinn rekur uppruna
sinn til innri mótsagnar í
upp byggingu ESB . Evrópu-
sambandið getur ekki lengur
talist samstarfsvettvangur
sjálf stæðra ríkja . Þau hafa
flutt hluta af sjálfstæði sínu
til Brussel . Hins vegar er
ESB ekki enn sjálfstætt ríki,
sem hefur umboð frá íbúum
aðildarríkjanna . Uppruni löggjafar er enn
í aðalatriðum hjá framkvæmdavaldinu .
Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til að
efla lýðræði innan sambandsins, hafa reynst
hálfkák eitt“ (bls . 93) .
Þarna er m .a . vikið að því sem
kynduglega kemur fyrir sjónir margra,
að þing menn Evrópuþingsins mega ekki
bera fram frumvörp . Þeir 4–6 þingmenn
sem Ísland hlyti á þessu nær 8 hundruð
fulltrúa þingi fengju því ekki slíkan rétt
frekar en aðrir . Þeir sætu heldur ekki á
bak við skilti með heiti Íslands, til að gæta
þar saman hagsmuna landsins, en myndu
dreifast á pólitíska flokka þingsins . „Lítill
áhugi íbúa aðildarlandanna á ESB, sem
endurspeglast m .a . í lítilli og minnkandi
þátttöku í kosningum til Evrópuþingsins,
er í raun átakanlegur . Ótti ráðamanna
í ESB-löndum við að vísa meiri
háttar breytingum á stofnsamningum
sambandsins til íbúanna er táknrænn
fyrir brestina sem komnir eru í sjálfan
grundvöll samstarfsins“ (bls . 94) .
Báknið í Brussel hefur látið að sér kveða
á stöðugt fleiri sviðum, sett reglur sem vægt
sagt hafa hentað þjóðunum misvel þótt
þær búi nær allar á meginlandi Evrópu og
liggi hver að annarri . Hvað um eyþjóð við
allt aðrar aðstæður víðs fjarri? Það stangast
einfaldlega á við mikilvægt og
verðmætt einkenni evrópskr-
ar menningar, fjölbreytileik-
ann, að reynt sé án afláts að
steypa þjóðirnar í eitt mót .
Hvert þróunin á eftir að leiða
er óráðið . „Evrópskar sam-
ræmingarstefnur hafa oftast
alið af sér innri sundrungu
og látið í minni pokann
fyrir innbyggðu miðflóttaafli
álfunnar“ (bls . 85) . Samt er
nú í alvarlegum þrengingum
ESB talað kröftuglega fyrir
auknum ítökum sambandsins í fjármálum
einstakra aðildar ríkja, „ríki ESB verði að
fram selja meira af fullveldi sínu til Brussel .
Að öðrum kosti falli þau fram af barmi
hengi flugsins“ (bls . 92) .
Stöðu smáríkja innan ESB er gerð skýr
skil: „Eftir því sem meiri völd eru færð til
Brussel, minnka að vonum áhrif smáríkja á
stefnumótun 500 milljóna samfélags“ (bls .
9) . Lissabon-samningurinn örvaði þessa
þróun . En bent er á að frá lýðræðislegum
sjónarhóli hljóti raunar áhrifum fámennra
ríkja í svo stórum samtökum að vera
takmörk sett . Staðhæfingar stuðnings-
manna aðildar Íslands á þá lund, að
smáríki séu næsta örugg með að fá fram
allt sem skiptir þau verulegu máli, njóta
ekki meðbyrs í bókinni . Né fullyrðingar á
borð við þær, að „með aðild að ESB fáum
við stórkostlegt tækifæri til að taka þátt í að