Þjóðmál - 01.12.2011, Side 96

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 96
 Þjóðmál VETUR 2011 95 móta framtíð Evrópu og um leið heimsins alls“ (bls . 77) . Vandlega er fjallað um gjaldmiðilsmálin . Er það sérstaklega mikils um vert . Þau hafa verið helsta ástæða margra þeirra sem vilja skoða aðild Íslands að ESB . En ágæt rök eru þarna færð fyrir því hvernig gjaldmiðill og gjaldmiðilsskipti geta ekki komið í staðinn fyrir brýna þörf á ábyrgri fjármálastjórn . „Komið hefur í ljós að evran er ekki kraftaverkamiðill . Evran er nákvæmlega jafn viðkvæm fyrir óstjórn í efnahagsmálum og aðrir gjaldmiðlar“ (bls . 65) . Haldið er til haga viðhorfum aðildarsinna í sérstökum kafla: „Úr hugmyndabanka aðildarsinna“ (bls . 77–81) . Hrunið nú „kom í fyrstu allmörgum til að trúa því að þeir ættu ekki annars úrkosti en að sækja um aðild að ESB . . . það væri þjóðinni hollt að hafa einhvern sem gætti okkar og liti yfir öxlina á okkur .“ Þarna sé „reistur gunnfáni getuleysisins“ sem höfundur hafnar einarðlega og bendir á vel heppnaða hagstjórn um árabil . „Reynsla Íra gengur alla vega í berhögg við málflutning þeirra, sem hafa séð lausn allra mála í aðild að ESB og aðild að evrusvæðinu“ (bls . 52) . „Íslendingar þurfa að koma skikk á ýmsa hluti, sem úrskeiðis fóru í láns fjárkrepp unni . . . umfram allt læra af þeirri sáru reynslu . . . [en] ekki síður að leiðrétta alvarleg mistök og stjórnleysi í efnahags-, atvinnu- og utan- ríkismálum, sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt yfir þjóðina . Við eigum ekkert skjól nema í sjálfum okkur, frumkvæði þjóðar- innar, menntun og þekkingu og í skyn- samlegri nýtingu náttúruauðlindanna . Við eigum ekki aðra tryggingu fyrir velgengni í framtíðinni en okkar eigin ráðdeild og hagsýni“ (bls . 94–95) . Umsókn Íslands um aðild að ESB telur TIO hafa verið lagða fram á röngum for- sendum og því eigi að draga hana til baka . „Íslendingar verða að hafa eigin ástæður til að sækja um aðild að Evrópusambandinu og fleyta sjálfstæði sínu inn í þann óvissa straum . Rætur þessara raka verður að finna í landafræði, menningu, sögu, auðlindum og efnahagsforsendum þjóðarinnar . . . Við eigum samstöðu með mörgum ríkjum heimsins . . . Við eigum almennt meiri samstöðu með Kanadamönnum en Búlgörum“ (bls . 52–53) . Og höfundur hnykkir á þessari afstöðu sinni undir bókarlok: „Að stefna sjálfstæði íslensku þjóðarinnar inn í það öngstræti stjórnmálaátaka og efnahagslegrar óvissu, sem Evrópusambandið er, ber tvímælalaust vott um alvarlegustu blindu, sem stjórn- málamenn þjóðarinnar hafa nokkru sinni verið slegnir“ (bls . 93) . Umræðan um stöðu Íslands í um- heiminum snýst að þessu sinni ekki um að fela frændum okkar Dönum á ný að móta rammann sem þjóðin geti hrært sig innan . Leitað er til víðtækra samtaka 27 um margt ólíkra þjóða með voldugt skrifstofubákn sem þekkir ennþá minna til íslenskra aðstæðna en danskir ráðamenn um árið . Rit Tómasar Inga Olrich geymir mikinn hagnýtan fróðleik . Þeir sem það lesa eru því vel í stakk búnir til að átta sig á hagsmunum Íslendinga í þessum efnum í bráð og til lengri tíma . Eins og gefur að skilja verður á efnisskipan séð að ritið er að stofni til greinaflokkur . Þannig ber sum efnisatriði fyrir oftar en einu sinni . En það er þá gjarna í mismunandi samhengi og styrkir þekkinguna í sessi .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.