Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 5
4 Þjóðmál voR 2013 I . Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samsteypustjórn Samfylkingar og vinstri grænna (VG), var mynduð 10 . maí 2009 til að hrinda í framkvæmd 17 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu . Hún er að örmagnast á lokasprettinum . Stjórnarsamstarfið hefur koðnað niður á dapurlegan hátt loka- vikurnar fyrir kjördag 27 . apríl 2013 . Síðasta starfsvetur stjórnarinnar hættu málefni að ráða ferð og við blasti þrjóska forsætisráðherrans sem vill að sín verði minnst fyrir tvennt: sem fyrstu konunnar á stóli forsætisráðherra á Íslandi og að hafa leitt fyrstu vinstri stjórnina í heilt kjörtímabil . Þótt Jóhanna hefði ekki verið for sætis- ráðherra nema í einn dag eða eina viku hefði hún náð fyrra markmiði sínu . Barátta hennar til að ná hinu síðara hefur orðið þjóðinni of dýrkeypt . Stjórnarflokkarnir súpa seyðið af því ef marka má skoðanakannanir . Hinn 1 . mars 2013 birtist könnun Capacent/Gallup sem sýndi að samtals fengju stjór narandstöðuflokkarnir, Sjálf- stæðis flokk ur (30%) og Framsóknar flokk- ur (22%) fylgi 52% kjósenda og 37 þing- menn . Ríkisstjórnarflokkarnir fengju ekki nema 22% fylgi, Samfylking 15% og VG 7% og 15 þingmenn, einum færri en Sjálf- s tæðis flokkurinn á nú á þingi . Flokkur inn hlaut þó lélegustu kosningu í sögu sinni í apríl 2009, aðeins 23,7% atkvæða . Björt framtíð, flokkur Guðmundar Stein- grímssonar, fengi 16% (11 þingmenn) gengi þessi könnun eftir í kosningum . Þriggja flokka stjórn Bjartrar framtíðar, Sam- fylkingar og VG fengi aðeins 26 þingmenn . Ríkisstjórn þarf 32 þingmenn til að hafa meirihluta á þingi . Ríkisstjórnin hefði með réttu átt að hverfa frá völdum fyrir nokkrum misserum þegar við blasti að hún næði ekki þremur helstu markmiðum sínum: að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá, að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og koma á nýju kerfi um stjórn fiskveiða . Daginn eftir að niðurstöður skoðana- könn unarinnar birtust, það er laugardaginn 2 . mars 2013, rauf Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar (á SUmAR 2012 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Varist vinstri slysin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.