Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 5
4 Þjóðmál voR 2013
I .
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samsteypustjórn Samfylkingar og
vinstri grænna (VG), var mynduð 10 . maí
2009 til að hrinda í framkvæmd 17 blaðsíðna
stefnuyfirlýsingu . Hún er að örmagnast á
lokasprettinum . Stjórnarsamstarfið hefur
koðnað niður á dapurlegan hátt loka-
vikurnar fyrir kjördag 27 . apríl 2013 .
Síðasta starfsvetur stjórnarinnar hættu
málefni að ráða ferð og við blasti þrjóska
forsætisráðherrans sem vill að sín verði
minnst fyrir tvennt: sem fyrstu konunnar
á stóli forsætisráðherra á Íslandi og að
hafa leitt fyrstu vinstri stjórnina í heilt
kjörtímabil .
Þótt Jóhanna hefði ekki verið for sætis-
ráðherra nema í einn dag eða eina viku hefði
hún náð fyrra markmiði sínu . Barátta hennar
til að ná hinu síðara hefur orðið þjóðinni of
dýrkeypt . Stjórnarflokkarnir súpa seyðið af
því ef marka má skoðanakannanir .
Hinn 1 . mars 2013 birtist könnun
Capacent/Gallup sem sýndi að samtals
fengju stjór narandstöðuflokkarnir, Sjálf-
stæðis flokk ur (30%) og Framsóknar flokk-
ur (22%) fylgi 52% kjósenda og 37 þing-
menn . Ríkisstjórnarflokkarnir fengju ekki
nema 22% fylgi, Samfylking 15% og VG
7% og 15 þingmenn, einum færri en Sjálf-
s tæðis flokkurinn á nú á þingi . Flokkur inn
hlaut þó lélegustu kosningu í sögu sinni í
apríl 2009, aðeins 23,7% atkvæða .
Björt framtíð, flokkur Guðmundar Stein-
grímssonar, fengi 16% (11 þingmenn) gengi
þessi könnun eftir í kosningum . Þriggja
flokka stjórn Bjartrar framtíðar, Sam-
fylkingar og VG fengi aðeins 26 þingmenn .
Ríkisstjórn þarf 32 þingmenn til að hafa
meirihluta á þingi .
Ríkisstjórnin hefði með réttu átt að hverfa
frá völdum fyrir nokkrum misserum þegar
við blasti að hún næði ekki þremur helstu
markmiðum sínum: að setja lýðveldinu
nýja stjórnarskrá, að ljúka aðildarviðræðum
við Evrópusambandið og koma á nýju kerfi
um stjórn fiskveiða .
Daginn eftir að niðurstöður skoðana-
könn unarinnar birtust, það er laugardaginn
2 . mars 2013, rauf Árni Páll Árnason,
nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar (á
SUmAR 2012
Af vettvangi stjórnmálanna
_____________
Björn Bjarnason
Varist vinstri slysin!