Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 38
 Þjóðmál voR 2013 37 sem notuð eru . Annað dæmi: krafan um jafnrétti kynjanna er hávær í námskránni en á sama tíma sjáum við hvernig sífellt hallar meira á drengi . Við sjáum hvernig vandamál þeirra vaxa eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu þar til tölfræðin leyfir ekki lengur að logið sé til um það . Brottfall drengja úr framhaldsskólanámi á Íslandi er með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli . En ýmislegt skondið ber líka fyrir augu í jafnréttiskaflanum . Þar má t .d . nefna þessa undarlegu málsgrein um „margþætta mismunun“, þar sem parað er saman kyn og fötlun, kynhneigð og þjóðerni, aldur og búseta . Hvernig ber að skilja þessa pörun? Er verra að vera fötluð kona en fatlaður karl? Er samkynhneigð kannski fötlun? Er kynhneigð bundin við þjóðerni? Eru allir Bretar hommar eða eru allir hommar kannski breskir? Grunnskólinn svarar því . Við vitum að fyrir kemur að aldraðir eru stundum vistaðir fjarri heimabyggð, en er nauðsynlegt að koma sektarkennd inn hjá börnum svo að leysa megi vandamálin sem að baki búa? Kemur ekki stundum fyrir að börn séu send um langan veg í skóla? Fyrir þessu kunna að vera efnahagslegar ástæður, en getur rétt eins verið að enginn fáist til að annast þessa þjónustu á staðnum . Öll þessi vandamál og fleiri má leysa, samkvæmt aðalnámskrá, með tilkomu nýrra fræðagreina s .s . kynjafræða, hinseginfræða, fjölmenningarfræða og fötlunarfræða . En ætli það sé ekki nær lagi að þessi fræði hafa öll verið fundin upp til að skapa vandamál; til að skapa vinnu fyrir fólk sem er upptekið af sjálfu sér og vill að aðrir séu það líka . Ef hugtakið jafnrétti hefur einhverja merkingu þá er það að allir eigi að njóta virðingar á sínum forsendum og það er aðeins mögulegt ef menn bera virðingu fyrir sjálfum sér . Jafnrétti merkir ekki að allir geti gert það sama, litið eins út eða átt jafnmikið af peningum . Flokkunarfræðin býður hins vegar aðeins upp á mismunun . Undirstaða í öllu skólanámi er lestur; að lesa sér til gagns . Ekkert barn kemst langt í námi án þess að ná tökum á lestri . Réttilega kemur fram í umfjöllun um grunnþættina í námskránni að læsi á táknkerfi og samskiptakerfi samfélagsins sé mikilvægt enda dregur verulega úr mætti lestrarkunnáttu ef einstaklingurinn kann aðeins til stafs en getur ekki lesið heiminn í kringum sig . Lestrarkunnátta er því grund- völlur alls sem á eftir kemur í náminu . Það gætir því furðu, þegar niðurstöður Pisa- rannsóknar ársins 2009 eru skoðaðar, hve litlum tíma er varið til lestrarkennslu í yngsta aldurshópnum eða aðeins 16 tímum . Er tíminn, sem varið er til að kenna íslenskum börnum lestur, með því lægsta eins og sést Vægi þessarar uppröðunar birtist í útskýringum á grunnþáttunum . Þar eru þeir sagðir samfélagsmiðaðir og þeim ætlað að „vinna að því að samfélagið fái [ . . .] vel menntað og heilbrigt fólk til þátttöku í að breyta samfélaginu til betri vegar [ . . .]“ Einmitt! Hér er ekki lengur verið að fela neitt; markmiðið er að breyta sam - félaginu . Nú má deila um hvað „breyta samfélaginu til betri vegar“ beri í sér, en venjulegt fólk sendir börn sín í skóla til að læra listina að lifa af í flóknum heimi, ekki til að láta stjórnlynda alræðisseggi hnoða þau og móta eins og leir .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.