Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 75

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 75
74 Þjóðmál voR 2013 eftir stofnfjárfestingar eru með taldar, og þau flytja til landsins töluverða tækni- og stjórnunarþekkingu, sem annars mundi skila sér seinna og ver til landsins . Lausatökin á ríkisfjármálunum á kjör- tímabilinu 2009–2013 hafa stórskaðað stöðu þjóðarbúsins, enda nemur upp- safnaður halli um 400 milljörðum kr . Skuld irnar veikja lánstraust þjóðarinnar út á við og hækka þar með vaxtakröfuna á Ísland erlendis . Skuldasöfnun íslenzka ríkisins er líklega helzta ástæða þess, að alþjóðleg matsfyrirtæki hafa ekki fengizt til að hækka mat sitt á lánshæfi Íslands, og skulda trygg- ingarálagið á ríkissjóð erlendis hefur lækkað sorglega lítið . Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, Ragnar Árnason, skrifar í Morgunblaðinu 14 . desember 2012: Hinn mikli hallarekstur ríkissjóðs undan farin fjögur ár felur í sér verulega ógn við efna- hagslega velferð íslensku þjóðarinnar á kom- andi árum .“ Það er þess vegna deginum ljósara, að lausa- tök vinstri stjórnarinnar á ríkisfjármálun- um og afturhaldsstefnan og skattaáþjánin, sem leitt hefur til allt of lítils hagvaxtar á Íslandi til að landsmenn eigi möguleika á að bjarga sér undan skuldahengjunni, nema umsvifalaust verði snúið af þessari óheillabraut eftir alþingiskosningar á fyrsta ársþriðjungi 2013, hafa orðið lands mönn- um þung í skauti . Um skaðleg áhrif skatta- stefnu ríkisstjórnarinnar segir svo í for ystu- grein Morgunblaðsins 12 . desember 2012: Það, sem skiptir máli, er, að ríkisstjórnin er sífellt að hækka skatta og veldur þar með óróa og aukinni áhættu fyrir þá, sem velta fyrir sér að eiga viðskipti við Ísland, og dregur um leið máttinn úr fyrirtækjum hér á landi . Brýn þörf er á að efla atvinnulífið og örva hagvöxt og atvinnusköpun, en ríkisstjórnin kýs jafnan að fara í þveröfuga átt . Sjávarútvegurinn Illvígasta atlaga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og þingflokka hennar að hagsmunum athafnalífsins og þar með að kjölfestunni í afkomu þjóðarinnar er fólgin í sífelldum fjandskap við útgerðarmenn og setningu laga um svokallað veiðileyfagjald, sem er grimmúðugri skattlagning en að- stöðugjaldið var á sinni tíð, sem þó var afnumið í heild sinni . Hið sama á að gera við veiðileyfagjaldið . Með þessari van- hugsuðu skattlagningu á greinina án þess að taka tillit til afkomu einstakra útgerða, eru mörg fyrirtæki sjávarútvegs og -vinnslu blóðmjólkuð, svo að líkja verður við eigna- upptöku . Þetta er argasta dæmið í seinni tíð um skaðsemi stjórnvaldsákvarðana á þjóðarhag, því að það að fara ránshendi um grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar með þessum hætti og setja féð í verkefni, sem stjórnmálamenn hafa forgangsraðað og slaga ekki einu sinni upp í arðsemi fjárfest- inga í sjávarútvegi, jafngildir stjórnvalds- ákvörðun um að minnka hagvöxt í landinu og að auka á efnahagsvandann í bráð og lengd . Þann 12 . desember 2012 birtist í Morgun- blaðinu viðtal Guðna Einarssonar við Art hur Bogason, formann Lands sam bands smá- bátaeigenda, undir fyrirsögninni „Svart útlit hjá smábátum“ . Þar sagði Arthur m .a .: Þetta kemur ofan í fyrstu rukkunina á þessu sérstaka veiðigjaldi . Staðan nú sýnir, hversu gal in aðferðarfræðin er, sem er notuð við út reikn ing á auðlindagjaldinu . Afkoma fyrir tækja, sem eru í allt öðruvísi rekstri en við, smá báta eigendur, einhvern tíma í fortíðinni, á að ráða því, hvað smábátaútgerðir eiga að greiða löngu seinna! Maður er algjörlega gátt aður á, að nokkur skuli hafa látið sér detta þetta í hug . Í forystugrein Morgunblaðsins 10 . des-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.