Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 13

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 13
12 Þjóðmál voR 2013 og Berlínarmúrinn hrundi, 9 . nóvember 1989 . Löngu og blóðugu tímabili í skugga alræðisstefnunnar var lokið . Þrátt fyrir fjármálakreppuna á Vesturlöndum hefur kapítalisminn sjaldan verið öflugri, þegar litið er á heiminn allan síðustu tíu árin eða svo . Engu að síður er gagnrýnin á hann hávær, sem er að vísu ekkert nýtt . Kapítalisminn hefur aldrei átt marga vini, og furðaði Jósep Schumpeter sig raunar á því einu sinni, að honum skyldi ekki hafa verið kennt um jarðskjálftana í Tókíó 1923 (Stigler, 1982, 29) . Hér hyggst ég ræða fjórar mikilvægustu aðfinnslurnar að kapítalisma og frjálshyggju í þeim fimm bókum, sem ég hef hér nefnt: 1 . Kapítalisminn er óstöðugur, eins og banka- hrunið íslenska sýnir gleggst, en einnig fjármálakreppan á Vesturlöndum . 2 . Frjálshyggjutilraunin íslenska mis tókst, fátækt var veruleg og tekjudreifing ójöfn, og hún leiddi til bankahrunsins . 3 . Frjálshyggjan er siðlaus stefna og jafn vel ómannúðleg . Sjónarhorn hennar er allt of þröngt . Hún snýst um „sálarlaust silfrið og goldinn verð“ . 4 . Norðurlönd og ríki Evrópusambands ins eru Íslendingum miklu heppilegri og betri fyrirmyndir en Bandaríkin eða hin tíu fylki Kanada . Að þessu sinni verð ég að sleppa ýmsum öðrum aðfinnslum, til dæmis að kapítal- isminn hafi orðið til við rangsleitni og ofbeldi, þegar almenningar voru afgirtir, hann hafi í för með sóun náttúru auð- linda og mengun, auði heims sé mjög mis- skipt milli vestrænna þjóða og suð rænna, frjálshyggjutilraunir hafi mistekist í Síle og á Nýja-Sjálandi og ótal öðrum sakar efn um . 1 . línurit . Stóra fréttin á fyrsta áratug 21 . aldar er ekki fjármálakreppan frá 2008, heldur tenging Kína og Indlands við heimskapítalismann, eins og sést hér . Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2012).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.