Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 13
12 Þjóðmál voR 2013
og Berlínarmúrinn hrundi, 9 . nóvember
1989 . Löngu og blóðugu tímabili í skugga
alræðisstefnunnar var lokið . Þrátt fyrir
fjármálakreppuna á Vesturlöndum hefur
kapítalisminn sjaldan verið öflugri, þegar
litið er á heiminn allan síðustu tíu árin
eða svo . Engu að síður er gagnrýnin á
hann hávær, sem er að vísu ekkert nýtt .
Kapítalisminn hefur aldrei átt marga vini,
og furðaði Jósep Schumpeter sig raunar á
því einu sinni, að honum skyldi ekki hafa
verið kennt um jarðskjálftana í Tókíó 1923
(Stigler, 1982, 29) . Hér hyggst ég ræða fjórar
mikilvægustu aðfinnslurnar að kapítalisma
og frjálshyggju í þeim fimm bókum, sem ég
hef hér nefnt:
1 . Kapítalisminn er óstöðugur, eins og banka-
hrunið íslenska sýnir gleggst, en einnig
fjármálakreppan á Vesturlöndum .
2 . Frjálshyggjutilraunin íslenska mis tókst,
fátækt var veruleg og tekjudreifing ójöfn, og
hún leiddi til bankahrunsins .
3 . Frjálshyggjan er siðlaus stefna og jafn vel
ómannúðleg . Sjónarhorn hennar er allt of
þröngt . Hún snýst um „sálarlaust silfrið og
goldinn verð“ .
4 . Norðurlönd og ríki Evrópusambands ins
eru Íslendingum miklu heppilegri og betri
fyrirmyndir en Bandaríkin eða hin tíu fylki
Kanada .
Að þessu sinni verð ég að sleppa ýmsum
öðrum aðfinnslum, til dæmis að kapítal-
isminn hafi orðið til við rangsleitni og
ofbeldi, þegar almenningar voru afgirtir,
hann hafi í för með sóun náttúru auð-
linda og mengun, auði heims sé mjög mis-
skipt milli vestrænna þjóða og suð rænna,
frjálshyggjutilraunir hafi mistekist í Síle og
á Nýja-Sjálandi og ótal öðrum sakar efn um .
1 . línurit . Stóra fréttin á fyrsta áratug 21 . aldar er ekki fjármálakreppan frá 2008, heldur tenging Kína
og Indlands við heimskapítalismann, eins og sést hér . Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2012).