Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 62
 Þjóðmál voR 2013 61 magns tekjuskattur, auðlegðarskattur og hærra trygg ingagjald . Þessir skattar vinna gegn fjár- festingu og aukinni atvinnu starf semi . Reyndar má sjá þess stað í Ríkisreikningi hvernig skattar virka á hvata . Erfða fjár- skatt urinn var hækkaður um 100% (úr 5% í 10%) frá ársbyrjun 2011 . Fyrir árið 2010 skil aði erfðafjárskatturinn 2,6 milljörðum króna, en hafði árið áður skilað 1,6 milljörðum . Loks inn heimtust „aðeins“ 1,3 milljarðar árið 2011 . Væntanlega féllu ekki svo margir frá árið 2010 eins og hér mætti ætla . Einstaklingar gerðu einfaldlega ráðstafanir árið 2010 þegar ljóst var í hvert stefndi . Fyrirfram greiddur arfur reyndist óvenjuhár árið 2010 . Þannig mun tvöföld- un skattsins ekki skila því sem til var ætlast fyrr en að nokkrum árum liðnum . Og fjár- magnstekjuskatturinn, sem hækkað hefur frá 2008 um 100%, skilar árið 2011 aðeins ¾ þess sem hann skilaði árið 2006 og auðvitað í mun verðminni krónum þar sem hér er ekki tekið tillit til verðbólgu . Svipað mun gerast með svokallaðan sykurskatt sem lagður hefur verið á 2013 . Hann mun litlu sem engu skila fyrr en árið 2014 þar sem innflutningsaðilar hafa hamstrað sykur í miklum mæli . Og svo er því enn haldið fram að stighækkandi tekjuskattur með háum jaðarskatti virki ekki letjandi á vinnuframlag einstaklinga . Er ný kreppa í uppsiglingu? Ekki var hlustað á ráðleggingar Görans Persson, fyrrverandi fjármála- og for- sætis ráðherra Svíþjóðar, sem brýndi fyrir Íslend ing um að taka strax út sársaukann sem hlaust af falli bankanna . Nauðsynlegt væri að gera strax viðeigandi ráðstafanir í ríkisfjármál- um . Skera niður kostnað, fækka opinberum starfsmönnum, leita hagkvæmari leiða til að veita þjónustu á vegum hins opinbera . Það gerðu Svíar í kjölfar bankakreppunnar 1992 . En Ís lend ingar hafa haldið enn lengra inn á þá við sjárverðu braut sem verulegan þátt átti í að valda fjármálakreppunni í Svíþjóð . Í fyrirlestri dr . Nils Karlsson, forstöðu- manns Ratio-stofnunarinnar í Stokkhólmi, um nýju sænsku leiðina (haldinn á vegum RNH snemma árs 2013), kom fram að meðal orsaka valda bankakreppunnar í Svíþjóð mátti telja ýmsar breytingar sem urðu á rekstri sænska ríkisins á árunum 1970–1990: • Búið var til risastórt millifærslukerfi • Vaxandi opinber geiri með auknu skrifræði • Velferðarþjónustan að mestu rekin af hinu opinbera • Ósveigjanlegar reglur á vinnumarkaði • Stighækkandi tekjuskattur • Háir fjármagnstekjuskattar • Mikil hækkun á heildarskattbyrði Á þessum tíma jukust skattsvik, enda hvatinn til þeirra mikill, meðan hvati til að afla aukinna tekna var lítill sem enginn . Það hægði á öllu hagkerfinu, færri fyrirtæki voru stofnuð og sköpun nýrra atvinnutækifæra í samræmi við það . Á rin frá falli bankanna hafa ekki verið nýtt til að taka til í rekstri ríkissjóðs . Þó að ýmis grunnþjónusta hafi verið skert, svo og fjárfestingar í innviði skornar við trog, hafa útgjöld verið aukin á öðrum sviðum, sérstaklega í millifærslum . Og vaxtagjöld ríkisins fyrir árið 2011 nema tæpum 70 milljörðum, enda bein afleiðing af lán tökum til að fjármagna hallareksturinn .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.